Fara í efni

Fréttir

Fjórða helgi í aðventu

16.12.2016
Fréttir
Líða fer að jólum segir í góðum dægurlagatexta og nú er komin fjórða helgin í aðventunni. Í dag er einmitt síðasti dagurinn til að koma jólakortum í B-póst innanlands, A-póst til Evrópu og jólapökkum til vina og ættingja á Norðurlöndunum.

Jólavakan á Hofsósi í kvöld

15.12.2016
Fréttir
Hin árlega jólavaka nemenda Grunnskólans austan Vatna verður haldin í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi kl. 20:30 í kvöld.

Formleg verklok hitaveitu í Fljótum

14.12.2016
Fréttir
Síðasti verkfundur vegna hitaveitu í Fljótum fór fram í síðustu viku og því má segja að verkinu sé nú lokið með formlegum hætti. Verkinu var skipt á tvö ár, 2015 og 2016, og lagði verktakinn, Steypustöð Skagafjarðar, lokahönd á síðustu heimæðar í Fljótunum í október síðastliðinn segir á heimasíðu Skagafjarðarveitna.

Lagning ljósleiðara í dreifbýli Skagafjarðar

14.12.2016
Fréttir
Um mánaðarmótin október / nóvember hófst vinna við lagningu ljósleiðara á Langholti og í Sæmundarhlíð, nánar tiltekið á svæðinu frá Varmahlíð að Marbæli auk Sæmundarhlíðar.

Dagur Þór Baldvinsson ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar

13.12.2016
Fréttir
Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar. Alls sóttu 7 um starfið.

Húsnæðisbætur taka við af húsaleigubótum

13.12.2016
Fréttir
Frá og með 1. janúar 2017 munu sveitarfélögin ekki lengur sjá um greiðslu húsaleigubóta og er þeim sem rétt eiga á slíkum bótum bent á að sækja um hjá Greiðslustofnun húsnæðisbóta, www.husbot.is. Sérstakar húsaleigubætur verða áfram hjá sveitarfélögunum.

Rannveig Sigrún sigraði söngkeppni Friðar

13.12.2016
Fréttir
Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar var haldin föstudagskvöldið 9. desember s.l. í menningarhúsinu Miðgarði. Í keppninni í ár voru sex frábær atriði og fór Rannveig Sigrún Stefánsdóttir í 9. bekk Árskóla með sigur af hólmi með flutningi sínum á laginu „Someone like you“ með Adele.

Kostnaður við húshitun hvað lægstur á landinu í Skagafirði

13.12.2016
Fréttir
Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun, á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli, á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350m³.

Sveitarstjórnarfundur 14. desember 2016

12.12.2016
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn 14. desember n.k. kl. 16:15