Fara í efni

Fréttir

Fjárhagsáætlanir fyrir árin 2016-2019 samþykktar

10.12.2015
Fréttir
Fjárhagsáætlanir Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2016-2019 voru samþykktar samhljóða með atkvæðum allra sveitarstjórnarfulltrúa við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Helstu fjárfestingar ársins 2016 verða vegna Sundlaugar Sauðárkróks, byggingu vatnstanks fyrir kalt vatn á Gránumóum, hitaveituframkvæmda í Fljótum, skjólgarðs við smábátahöfnina á Sauðárkróki og kaupa á slökkvibifreið.

Sandkistur á þéttbýlisstöðum í Skagafirði

09.12.2015
Fréttir
Nú er tíðarfar umhleypingasamt og mikil hálka á ýmsum stöðum. Sandkisturnar sem komið var fyrir í fyrravetur eru enn á sínum stað með saltblönduðum sandi sem öllum er velkomið að nota til að salta í kringum hús sín.

Lúsíuhátíð og jólabingó

09.12.2015
Fréttir
Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla er á morgun fimmtudaginn 10. desember. Lúsíurnar verða á ferðinni um Krókinn og munu syngja á ýmsum stöðum. Hátíðin endar í matsal Árskóla kl 17 með sannkölluðum Lúsíusöng og eru allir velkomnir í skólann.

Skólahald í Skagafirði í dag

08.12.2015
Fréttir
Hefðbundið skólahald verður í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir.

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

07.12.2015
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar, miðvikudaginn 9. desember kl. 16:15 í ráðhúsinu á Sauðárkróki

Óvissustigi lýst yfir í Skagafirði

07.12.2015
Fréttir
Almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra og Almannavarnarnefnd Skagafjarðar hafa lýst yfir óvissustigi vegna fárviðris. Víðtækar lokanir vega verða í gildi í Skagafirði. Í dag klukkan 16:00 verður eftirfarandi leiðum lokað: Vatnsskarð, Þverárfjallsvegur, Siglufjarðarvegur og Öxnadalsheiði. Klukkan 17:00 verður þjóðvegi 1 frá Varmahlíð að Öxnadalsheiði lokað og einnig þjóðvegi nr. 75 frá hesthúsahverfi á Sauðárkróki að Siglufjarðarvegi.

Auglýst eftir dagforeldri á Sauðárkróki eða nágrenni

07.12.2015
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar eftir samstarfi við aðila til að taka börn í daggæslu á einkaheimili á Sauðárkróki eða nágrenni.

FRESTAÐ - Fundur Matarkistunnar Skagafjarðar

07.12.2015
Fréttir
Fyrirhuguðum opnum fundi Matarkistunnar Skagafjarðar, sem átti að vera í dag kl. 16:30 í Húsi Frítímans, hefur verið frestað vegna veðurs.

Viðburðarík helgi framundan

04.12.2015
Fréttir
Nú er desember genginn í garð og fram undan önnur helgin í aðventu. Það verður mikið um að vera í Skagafirði um helgina og einnig sunnan heiða tengt héraðinu. Jólamarkaður verður í Húsi frítímans báða helgardagana og einnig heimboð í Gallerí Rúnalist á Stórhóli í gamla Lýtingsstaðahreppi.