Fara í efni

Fréttir

Hunda- og kattahreinsun á Sauðárkróki

12.01.2016
Fréttir
Hunda- og kattahreinsun fer fram í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins að Borgarflöt 27 nú í dag 12. janúar, í gamla RKS húsinu. Kettir kl 17-18 og hundar kl 18-19. Eigendur eru beðnir að hafa með sér kvittun hafi þeir greitt leyfisgjald fyrir árið 2015.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir íþróttamaður Skagafjarðar 2015

05.01.2016
Fréttir
Kjör íþróttamanns Skagafjarðar fyrir árið 2015 fór fram í Húsi frítímans sunnudaginn 27. desember síðastliðinn. Að kjörinu standa UMSS og Sveitarfélagið Skagafjörður. Það var hin unga og efnilega frjálsíþróttakona Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr Tindastóli sem hlaut titilinn að þessu sinni.

Breyting á innheimtu sveitarfélagsins

04.01.2016
Fréttir, Þjónusta
Frá og með 1. janúar 2016 mun Sveitarfélagið Skagafjörður alla jafna ekki senda frá sér greiðsluseðla heim til gjaldenda. Krafan mun sem áður alltaf birtast í heimabönkum.

Vélaval gefur endurskinsvesti í Varmahlíðarskóla

04.01.2016
Fréttir
Varmahlíðarskóla barst góð gjöf frá versluninni Vélavali í Varmahlíð rétt fyrir jólin. Verslunarstjórinn Sigrún Guðlaugsdóttir kom færandi hendi með 30 endurskinsvesti í nokkrum stærðum merkt skólanum.

Kveðja um áramót

31.12.2015
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða.

Áramótabrennur og flugeldasýningar

29.12.2015
Fréttir
Nú er komið að lokum ársins 2015 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti eins og vanalega með brennum og flugeldasýningum.

Hátíðarkveðja

23.12.2015
Fréttir
Óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar svo og landsmönnum öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða.

Lokað í Ráðhúsinu á Sauðárkróki 24. og 31. desember

23.12.2015
Fréttir
Aðfangadag, 24. desember, og gamlársdag, 31. desember, verður ráðhús Sveitarfélagsins Skagafjarðar lokað.

Opnunartími íþróttamannvirkja um jól og áramót

21.12.2015
Fréttir
Nú eru framundan margir frídagar yfir hátíðirnar og breytist því nokkuð opnunartími sundlauga og íþróttahúsa eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.