Fara í efni

Fréttir

Óvíst hvenær starfsemin hefst í Húsi frítímans

15.09.2015
Fréttir
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Húsi frítímans á Sauðárkróki og óvíst hvenær skipulegt vetrarstarf getur hafist.

Árskóli auglýsir eftir kennara

14.09.2015
Fréttir
Árskóli á Sauðárkróki auglýsir eftir tónmenntakennara í 100% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Sveitarstjórnarfundur

14.09.2015
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 16. september kl. 16:15

Starf á skrifstofu heimaþjónustu er laust til umsóknar

07.09.2015
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir 50% starf á skrifstofu heimaþjónustu laust til umsóknar.

Fjölbreytt starf og gestakomur í Byggðasafnið

07.09.2015
Fréttir
Nú þegar mesta annatíma ársins er að ljúka í ferðamennskunni eru komnar tölur hjá Byggðasafni Skagfirðinga um heimsóknir gesta og hefur þeim fjölgað milli ára. Framundan eru hauststörfin, úrvinnsla rannsókna sumarsins, skýrsluskrif og fleira.

Breyttur opnunartími sundlaugar Sauðárkróks

07.09.2015
Fréttir
Nú er haustið að ganga í garð, grunnskólarnir byrjaðir og í dag 7. september hefst tveggja vikna sundnámskeið í sundlauginni á Króknum. Laugin er þá lokuð almenningi virka daga milli kl 13 og 15.

Greinargerð Capacent um búsetuskilyrði í Sveitarfélaginu Skagafirði

03.09.2015
Fréttir
Minnt er á íbúafund sem haldin verður á Mælifelli á Sauðárkróki kl. 17:00 í dag. Þar verða kynntar niðurstöður greinargerðar Capacent um búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á málinu að mæta á fundinn. Fyrir þá sem komast ekki á fundinn þá verður hann tekinn upp og birtur á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á allra næstu dögum.

Guðríður Þorbjarnardóttir kemur enn víða við

02.09.2015
Fréttir
Ánægjuleg sending barst með pósti í gær en þar var að finna kennslubók frá útgáfuforlaginu Heinemann. Bókin sem ber titilinn "Into the Unknown: Bold Women Who Explored the World", fjallar eins og gefið er til kynna um nokkrar konur sem voru frumkvöðlar á meðal landkönnuða heimsins.

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Árskóla

02.09.2015
Fréttir
Í gær var Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Árskóla á Sauðárkróki. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra var mættur og undirritaði ásamt sveitarstjóra og fulltrúa Heimilis og skóla.