Fara í efni

Fréttir

Fundur í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar

27.01.2016
Fréttir
Aukafundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fimmtudaginn 28. janúar kl. 12:45 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Vinnustofur fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð

27.01.2016
Fréttir
Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækjendur af því tilefni til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna.

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði

26.01.2016
Fréttir
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands býður íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði.

Lokað fyrir kaldavatnsrennsli í Hlíða- og Túnahverfi

21.01.2016
Fréttir
Truflun verður á kaldavatnsrennsli í Hlíða- og Túnahverfi frá morgni föstudagsins 22. janúar og fram undir hádegi vegna viðgerðar á stofnlögn.

Árshátíð miðstigs Árskóla

19.01.2016
Fréttir
Árshátíð miðstigs Árskóla verður haldin í félagsheimilinu Bifröst í dag 19. janúar og morgun 20. janúar. Það eru nemendur 5., 6. og 7. bekkjar sem munu stíga á stokk með fjölbreytta dagskrá, leik og söng úr ýmsum áttum.

Sveitarstjórnarfundur

18.01.2016
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 20. janúar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Er styrkur í þér?

18.01.2016
Fréttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15. febrúar.

Árshátíð Varmahlíðarskóla á föstudagskvöldið

14.01.2016
Fréttir
Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla verður föstudaginn 15. janúar í Miðgarði og hefst hún kl 20. Það er söngleikurinn 6-tán á (von) LAUSU í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur sem verður settur á svið en höfundur verksins er Gísli Rúnar Jónsson.

Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði er komin í gildi

12.01.2016
Fréttir
Ný samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 14. október 2015 hefur tekið gildi. Þeir sem eiga eða hafa í umsjón sinni búfé skulu hafa sótt um búfjárleyfi fyrir 1. apríl 2016.