Fara í efni

Fréttir

Heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum

02.11.2015
Fréttir
Mánudaginn 26. október slíðastliðinn var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, frá dælustöð í landi Langhúsa og að dælustöð við Molastaði, samtals um 8 km leið segir á heimasíðu Skagafjarðarveitna.

Söfnunarfé afhent Heilbrigðisstofnuninni

02.11.2015
Fréttir
Árskóladagurinn var haldinn 24. október síðastliðinn. Þá stóðu nemendur og kennarar fyrir opnu húsi í skólanum þar sem gestir voru boðnir velkomnir að skoða verkin sem nemendur unnu á þemadögunum sem voru dagana á undan. Nemendur voru einnig með til sölu ýmsar vörur sem þeir höfðu útbúið og seldu kaffi og meðlæti. Dagurinn heppnaðist mjög vel og komu margir í skólann þennan dag og krakkarnir náðu að safna umtalsveðri upphæð.

Safnahús Skagfirðinga opnað að nýju eftir miklar endurbætur

30.10.2015
Fréttir
Safnahús Skagfirðinga var opnað í dag eftir miklar og gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Var ný lyfta m.a. tekin formlega í notkun en það var dyggur gestur safnsins, Anna Þórðardóttir, sem fór fyrstu ferðina með henni. Er óhætt að segja að allt aðgengi að söfnum hússins aukist til muna við þær endurbætur sem fram hafa farið og um leið er húsið orðið hið glæsilegasta.

Skagafjörður tekur við útnefningu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015

29.10.2015
Fréttir
Á Ferðamálaþingi í gær, miðvikudaginn 28. október, tóku fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði á móti útnefningu Ferðamálastofu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015.

Prjónakaffi og föndur eldri borgara

29.10.2015
Fréttir
Fjölbreytt starfsemi er í Húsi frítímans og er prjónakaffi vikulegur viðburður. Prjónakaffið er alla miðvikudaga milli kl 19 og 22

Undankeppni Stíls lokið

29.10.2015
Fréttir
Undankeppni Stíls, hönnunarkeppni Samfés, fór fram í Húsi frítímans síðastliðinn mánudag. Sex lið tóku þátt að þessu sinni og áttu dómarar erfitt val fyrir höndum

Væntanleg ný samþykkt um búfjárhald í þéttbýli

28.10.2015
Fréttir
Ný samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði var lögð fram á sveitarstjórnarfundi þann 14. október síðastliðinn og samþykkt samhljóða. Samþykktin bíður nú staðfestingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Safnahúsið opnar eftir endurbætur

26.10.2015
Fréttir
Safnahús Skagfirðinga verður opnað næstkomandi föstudag 30. október, eftir miklar endurbætur og verður nýja lyftan tekin formlega í notkun

Skagfirðingar unnu Ísfirðinga í Útsvari

26.10.2015
Fréttir
Lið Sveitarfélagsins Skagafjarðar keppti við lið Ísfjarðarbæjar í Útsvari á RÚV síðastliðinn föstudag. Skagfirðingar héldu forystunni allan tímann og leikslok urðu 84 stig Skagfirðinga gegn 47 stigum Ísfirðinga.