Fara í efni

Fréttir

Tilkynning vegna VetrarTíms reikninga fótboltaiðkenda

22.04.2015
Fréttir
Þau leiðu mistök áttu sér stað við útgáfu reikninga fótboltaiðkenda í VetrarTím að það gleymdist að uppfæra textann. Á reikningunum stendur að tímabilið sé september til desember 2014 en á að vera janúar til maí 2015. Beðist er velvirðingar á þessu.

Sundlaugin í Varmahlíð lokar vegna viðhalds

22.04.2015
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð lokar tímabundið mánudaginn 27. apríl vegna viðhalds. Tækjasalur og íþróttasalur verða samt opnir eins og vanalega.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

20.04.2015
Fréttir, Stjórnsýsla
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 16:15 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Sumarstarf - Sundlaugin á Sólgörðum

20.04.2015
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar að einstaklingi til að taka að sér starf sundlaugarvarðar við sundlaugina á Sólgörðum sumarið 2015.

Heitavatnslaust í neðri bænum á Króknum á sunnudaginn

17.04.2015
Fréttir
Fram kemur á heimasíðu Skagafjarðarveitna að vegna viðgerðar á stofnæð þurfi að loka fyrir heita vatnið í neðri bænum sunnudaginn 19. apríl frá kl 8:00 Ekki verður heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi.

SMT hátíð í Birkilundi

17.04.2015
Fréttir
SMT hátíð var haldin nýlega í leikskólanum Birkilundi því skólinn er orðinn SMT sjálfstæður. Verið er að innleiða SMT skólafærni í leikskólum Skagafjarðar en hún felst í því að nota hrós og félagslega hvatningu til að styrkja jákvæða hegðun barnanna.

Menntabúðir um tækni í skólastarfi

17.04.2015
Fréttir
Það voru margir mættir í menntabúðir sem haldnar voru í Árskóla á Sauðárkróki síðastliðinn þriðjudag. Hægt var að velja á milli átta málstofa þar sem þátttakendum gafst kostur á að prófa, ræða og upplifa ýmsa tækni í kennslu.

Kvennakórinn Sóldís - tónleikar 18. apríl

16.04.2015
Fréttir
Kvennakórinn Sóldís syngur fyrir dvalargesti á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki laugardaginn 18. apríl kl. 16:30 á sjúkrahúsinu, deild 2 og kl. 17:00 á dvalarheimilinu. Ttónleikar verða um kvöldið í Höfðaborg á Hofsósi og hefjast kl. 20:30

Sæluvika Skagfirðinga 2015 hefst 26. apríl

15.04.2015
Sæluvika, Sæluvika 2014
Sæluvika Skagfirðinga 2015 verður sett í Húsi frítímans, sunnudaginn 26. apríl nk. kl. 14. Í kjölfarið tekur við vikulöng dagskrá þar sem tugir menningartengdra viðburða verða haldnir vítt og breytt um héraðið.