Þriðjudaginn 30. desember kl. 20.30 bjóða Skagfirski Kammerkórinn og Kirkjukór Hóladómkirkju til jólatónleika í Hóladómkirkju. Kórarnir syngja saman og sitt í hvoru lagi aðventu- og jólalög. Stjórnendur eru Helga Rós Indriðadóttir og Jóhann Bjarnason.
Óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar svo og landsmönnum öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Þessa fjórðu helgi í aðventu er margt um að vera í Skagafirði. Hægt verður að höggva sér jólatré í Varmahlíð og að Hólum, það verður opið á flestum stöðum í bænum og hægt að kaupa síðustu gjafirnar í jólapakkann og Karlakórinn Heimir ætlar að syngja á nokkrum stöðum í bænum á laugardaginn.
Núna fyrir jólin er fjölbreytt og skemmtileg jóladagskrá í skagfirskum skólum. Síðasti skóladagurinn fyrir jólafrí er í grunnskólunum í dag og litlu-jól haldin að því tilefni.