Fara í efni

Fréttir

Þrettándagleði Heimis 3. jan

29.12.2014
Fréttir
Þrettándaskemmtun og tónleikar Karlakórsins Heimis er í Miðgarði laugardaginn 3. janúar kl 20:30

Jólatónleikar í Hóladómkirkju 30. des

29.12.2014
Fréttir
Þriðjudaginn 30. desember kl. 20.30 bjóða Skagfirski Kammerkórinn og Kirkjukór Hóladómkirkju til jólatónleika í Hóladómkirkju. Kórarnir syngja saman og sitt í hvoru lagi aðventu- og jólalög. Stjórnendur eru Helga Rós Indriðadóttir og Jóhann Bjarnason.

Áramótaguðsþjónustur

29.12.2014
Fréttir
Messa í Mælifellskirkju kl 14 Helgistund í Hóladómkirkju kl 15 Guðsþjónusta í Hofsóskirkju kl 15 Afansöngur í Sauðárkrókskirkju kl 18

Áramótabrennur 2014

29.12.2014
Fréttir
Áramótabrennur í Skagafirði 2014 Sauðárkrókur - norðan við hús Vegagerðarinnar - kveikt kl 20:30 - flugeldasýning kl 21 Varmahlíð - við afleggjarann upp í Efribyggð - kveikt kl 20:30 - flugeldasýning kl 21 Hofsós - við Móhól - kveikt kl 20:30 - flugeldasýning kl 21 Hólar - sunnan við Víðines - kveikt kl 20:30 - flugeldasýning kl 21

Lokað í ráðhúsi 24. og 31. desember

23.12.2014
Fréttir
Aðfangadag, 24. desember, og gamlársdag, 31. desember, verður ráðhús Sveitarfélagsins Skagafjarðar lokað.

Hátíðarkveðja

23.12.2014
Fréttir
Óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar svo og landsmönnum öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Árskóli auglýsir eftir stundakennara

22.12.2014
Fréttir
Stundakennari óskast til að kenna dönsku, 4 tímar á viku á unglingastigi í Árskóla út skólaárið 2014-2015.

Jóladagskráin í Skagafirði um helgina

19.12.2014
Fréttir
Þessa fjórðu helgi í aðventu er margt um að vera í Skagafirði. Hægt verður að höggva sér jólatré í Varmahlíð og að Hólum, það verður opið á flestum stöðum í bænum og hægt að kaupa síðustu gjafirnar í jólapakkann og Karlakórinn Heimir ætlar að syngja á nokkrum stöðum í bænum á laugardaginn.

Fjölbreytt og skemmtileg jóladagskrá í skagfirskum skólum

19.12.2014
Fréttir
Núna fyrir jólin er fjölbreytt og skemmtileg jóladagskrá í skagfirskum skólum. Síðasti skóladagurinn fyrir jólafrí er í grunnskólunum í dag og litlu-jól haldin að því tilefni.