Fara í efni

Fréttir

Ábending til hunda- og kattaeigenda

08.05.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli á því að varptími fugla er hafinn og biður hunda- og kattaeigendur að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir eru öflug dýr sem geta haft neikvæð áhrif á stofn fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir.

Skráning hafin í Vinnuskólann

07.05.2020
Fréttir
Búið að opna fyrir skráningu í Vinnuskóla Skagafjarðar. Það eru börn fædd árin 2004-2007, nemendur 7. - 10. bekkjar sem geta sótt um. Skráning er hér á heimasíðu sveitarfélagsins en þar má einnig finna upplýsingar um reglur vinnuskólans og fleira. Laun vinnuskólans verða birt á allra næstu dögum.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019

07.05.2020
Fréttir
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf....

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

05.05.2020
Fréttir
Átakið Hjólað í vinnuna hefst á morgun 6. maí og stendur yfir til 26. maí. Fyrirtæki og stofnanir geta skráð vinnustaðinn til leiks og hvatt þannig allt starfsfólk til að vera með þrátt fyrir að fólk vinni jafnvel heiman frá sér á þessum fordæmalausu tímum.  Hjólað í vinnuna er verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir...

Sveitarstjórnarfundur 6. maí 2020

04.05.2020
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Úthlutun styrks úr Sprotasjóði 2020

29.04.2020
Fréttir
Fræðsluþjónustu Skagafjarðar hefur verið úthlutað 1.350.000 krónum í styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2020-2021 fyrir verkefnið Lærdómssamfélag í skólum í Skagafirði. Samstarfsaðilar í verkefninu auk Fræðsluþjónustunnar eru allir leik- og grunnskólar í Skagafirði, Tónlistarskóli Skagafjarðar, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auk Frístundar....

Safnahúsið opnar aftur mánudaginn 4. maí

29.04.2020
Fréttir
Safnahúsið opnar aftur mánudaginn 4. maí. Afgreiðsla bókasafnsins verður opin frá kl. 11-18 alla virka daga og skjalasafnsins kl 9-12 og 13-16. Áfram verða varúðarráðstafanir, þær sömu og síðustu vikurnar fyrir lokun. Allir snertifletir verða sótthreinsaðir nokkrum sinnum á dag, s.s. lyftutakkar, hurðarhúnar, handrið og annað sem fólk snertir.

Tilkynning frá RARIK

28.04.2020
Fréttir
Rafmagnslaust verður á Sauðárkróki og austanverðum Skaga í nótt, aðfararnótt miðvikudagsins 29. apríl frá kl 01:00 til kl 03:00 vegna vinnu í aðveitustöð á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Auglýst eftir umsóknum um stofnframlög

24.04.2020
Fréttir
Auglýst er eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi...