Fara í efni

Fréttir

Stóri plokkdagurinn á laugardaginn

22.04.2020
Fréttir
Stóri plokkdagurinn verður haldinn á Degi umhverfisins, laugardaginn 25. apríl nk. Af því tilefni hvetjum við alla til þess að tína rusl í sínu nærumhverfi. Skemmtileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og kjörið tækifæri til þess að sameina útiveru og hreyfingu. Taktu þátt í að fegra umhverfið okkar. Margar hendur vinna létt verk!

Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum

21.04.2020
Fréttir
Tilkynnt var í dag á vef Stjórnarráðsins að opnað verði fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum. Stuðningurinn byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins og nemur alls 500 milljónum kr.Framlögin munu...

Útboð - Skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki

21.04.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á skólamáltíðum fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is. Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 23:59 þann 18. maí...

Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

20.04.2020
Fréttir
Opið er fyrir umsóknir í smávirkjanasjóð Norðurlands vestra. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.

Reikningar frá sveitarfélaginu í Íbúagáttinni

20.04.2020
Fréttir
Nú er hægt að nálgast reikninga frá sveitarfélaginu rafrænt í íbúagátt sveitarfélagsins. Íbúar og fyrirtæki geta nú með auðveldum hætti séð alla sína reikninga á einum stað. Meðal reikninga sem hægt er að sjá eru reikningar vegna fasteignagjalda, leikskólagjalda og hitaveitu. Er þetta liður í að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki í Skagafirði þar...

Umsóknir um leikskólapláss í Ársölum fyrir haustið 2020

17.04.2020
Fréttir
Við vekjum athygli á því að umsóknir um leikskólapláss í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki þurfa að hafa borist fyrir 1. Maí n.k. til að eiga möguleika á að koma barni að í aðlögun haustið 2020. Sótt er um í gegnum Íbúagátt Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Arna aðstoðarleikskólastjóri, í síma 867 5012, eða á...

Hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi

17.04.2020
Fréttir
Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns. Almannavarnir vilja brýna fyrir fólki að mikilvægt sé að halda fókus og sofna ekki á verðinum. Fyrsta skrefið í afléttingu samkomubanns tekur gildi 4. maí og því er ennþá í gildi þær takmarkanir á samkomum fólks eins og hefur verið undanfarnar vikur.

Aukafundur í dag

15.04.2020
Fréttir
Boðað var í gær til aukafundar í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hefst hann kl. 15:30 í dag, miðvikudaginn 15. apríl 2020. Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað.

Breyttar áætlanir í almenningsvögnum vegna Covid-19

09.04.2020
Fréttir
Í ljósi þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur á samfélagið hefur Vegagerðin ákveðið að breyta áætlunum almenningsvagna (Strætó). Leið 57 sem hefur viðkomu hér í Skagafirði mun keyra alla daga eftir laugardags áætlun.