Fara í efni

Fréttir

Skólahaldi í Grunnskólanum austan Vatna aflýst

09.01.2020
Fréttir
Skólahaldi í Grunnskólanum austan Vatna sem var frestað til kl 10 í dag hefur verið aflýst. Skólahaldi í tónlistarskólum á þessu svæði fellur einnig niður. Foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum.

Truflun á skólahaldi í grunnskólum í Skagafirði

09.01.2020
Fréttir
Skólahald í Grunnskólanum í Varmahlíð fellur niður í dag fimmtudaginn 9. janúar vegna veðurs og ófærðar. Skólahald í Grunnskólnunum austan Vatna, þ.e. Hofsósi og Hólum verður seinkað til kl 10 í dag. Aðstæður verða kannaðar fyrir kl 10 og eru foreldrar barna í Grunnskólanum austan Vatna beðnir um að fylgjast vel með öllum tilkynningum. Skólahald...

Skólahald í Skagafirði fimmtudaginn 9. janúar 2019

08.01.2020
Fréttir
Stefnt er að því að leik- og grunnskólar Skagafjarðar verði opnir og skólahald með eðlilegum hætti á morgun, fimmtudaginn 9. janúar. Veður og færð verða þó metin að nýju snemma í fyrramálið og foreldrar og forráðamenn barna því beðnir að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu sveitarfélagins og skólanna og einnig á facebook-síðum þeirra eftir því sem við á.núar.

Skólahaldi aflýst miðvikudaginn 8. janúar í Varmahlíð, Hólum og Hofsósi.

07.01.2020
Fréttir
Skólahald í leik- og grunnskólum fellur niður í Varmahlíð, á Hólum og Hofsósi á morgun miðvikudaginn 8. janúar. Jafnframt verða sundlaugar og íþróttahús á sömu stöðum lokuð.  Ráðgert er að halda skólum opnum á Sauðárkróki en ef það breytist verður sett tilkynning um slíkt á heimasíðu sveitarfélagsins í fyrramálið og jafnframt send í útvarpið....

Auglýsing um skipulagsmál - deiliskipulag Sauðárkrókshöfn

07.01.2020
Fréttir
Ákveðið hefur verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki en gildandi deiliskipulag er frá árinu 1995. Ýmsar forsendur hafa breyst síðan þá og aukin og fjölbreyttari starfsemi kallar á breytingar.

Breytingar á þjónustu hræbíls

07.01.2020
Fréttir
Nú 1. janúar gengu í gildi breytingar á þjónustu hræbíls í dreifbýli sem samþykktar voru með breytingu gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2020. Boðið verður upp á þjónustu hræbílsins á 2ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars en áfram vikulega frá apríl til október.

Íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgar áfram

06.01.2020
Fréttir
Í upphafi árs 2020 eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.036 skv upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands sem er fjölgun um 43 íbúa frá sama tíma árið 2019. Á síðustu fimm árum hefur íbúum Sveitarfélagins Skagafjarðar fjölgað um 125 íbúa eða úr 3.911 árið 2015 í 4.036 árið 2019. Á Norðurlandi vestra var íbúafjöldi 7.324 í upphafi árs 2020 samanborið...

Reikningar vegna húsaleigu sendir út í upphafi nýs árs.

31.12.2019
Fréttir
Vegna innleiðingar á nýju fjárhagskerfi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði verða reikningar vegna húsaleigu í janúar sendir út í upphafi nýs árs. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.

Nýr skipulagsfulltrúi

31.12.2019
Fréttir
Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.  Rúnar er menntaður byggingarfræðingur frá Horsens í Danmörku. Rúnar hefur mikla reynslu af skipulags- og byggingarmálum í gegnum störf sín í níu ár hjá Rangárvallasýslu og 4 ár hjá 6 sveitarfélögum í uppsveitum Árnessýslu þar sem hann gegndi störfum...