Fara í efni

Fréttir

Yfirlýsing frá félagsmálayfirvöldum og Lögreglunni á Norðurlandi vestra

08.04.2020
Fréttir
Kæru íbúar! Við viljum biðla til ykkar að vinna með okkur um páskahelgina. Það er mikið álag á öllum viðbragðsaðilum, s.s. lögreglu, sjúkraflutningafólki, heilbrigðisstarfsfólki og félagsþjónustu. Til þess að auka ekki álagið enn frekar væri gott ef allir myndu leggjast á eitt og fara eftir tilmælum yfirvalda um að halda sig eftir fremsta megni...

Fréttir úr skólastarfi á óvissutímum

03.04.2020
Fréttir
Eins og allir vita hafa takmarkanir verið talsverðar á skólahaldi vegna Covid-19. Reynt hefur verið að halda skólastarfi í eins föstum skorðum og mögulegt er miðað við aðstæður. Aðstæður í skólum eru eðli málsins samkvæmt afar misjafnar. Þannig er skólahald í Grunnskólanum austan Vatna með þeim hætti að allir nemendur geta komið í skólann daglega þar sem hægt hefur verið að aðskilja hópana í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis.

Við lok þriðju viku í samkomubanni

03.04.2020
Fréttir
Það er afar mikilvægt þegar smit greinast, hvort sem það er innan eða utan Skagafjarðar, að geta rakið ferðir einstaklinga og það hverja þeir hafa hitt. Slík viðbrögð auka líkur á að hægt sé að takmarka verulega útbreiðslu smits. Ég vil því hvetja íbúa Skagafjarðar til að sækja sér smitrakningarappið sem heitir Rakning C-19. Appið hjálpar til við að greina ferðir einstaklinga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit. Því fleiri sem sækja appið, því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr því. Appið er bæði fyrir Android- og iOS-tæki og er opið öllum.

Nýr deildarstjóri fornleifadeildar

03.04.2020
Fréttir
Brenda Prehal hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Brenda er doktorsnemi við CUNY, The City University of New York, og er rannsóknarefni hennar heiðnir greftrunarsiðir á Íslandi. Brenda hefur reynslu af fornleifarannsóknum víðs vegar um landið frá árinu 2010, m.a. á Vestfjörðum, Mývatni og í Reykjavík, hún hefur einnig stundað fornleifarannsóknir í Noregi og á Skotlandi, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu í fornleifafræði við CUNY háskólann í New York.

Lumar þú á hugmynd til að bæta sveitarfélagið okkar?

03.04.2020
Fréttir
Unnið er að uppfærðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Kallað er eftir verkefnahugmyndum sem nýtast munu í vinnu við aðalskipulagið og bæta sveitarfélagið okkar. Hugmyndir eru sendar inn á síðuna Betri Skagafjörður sem er hluti af Betra Íslandi vefsíðunni. Þar geta íbúar sent inn sína hugmynd að verkefnum  í sínum byggðakjarna eða...

Íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgar

02.04.2020
Fréttir
Samkvæmt uppfærðum tölum um íbúafjölda sveitarfélaga á Íslandi sem Þjóðskrá Íslands birti í dag eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.053 talsins. Hefur íbúum fjölgað um 15 íbúa frá áramótum eða um 0,4%. Sé litið til 1. desember 2018 var íbúafjöldi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 3.990 talsins og hefur því íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgað um 63 íbúa á þessu tímabili.

Hvatning til íbúa í Skagafirði

02.04.2020
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur íbúa sveitarfélagsins, bæði börn og fullorðna, til að taka virkan þátt í Lestrarverkefninu Tími til að lesa sem Mennta- og menningarmálaráðuneyti hleypti af stokkunum í gær. Í verkefninu er gert ráð fyrir að þátttakendur skrái allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is

Sveitarstjórnarfundur 1. apríl 2020, fjarfundur

30.03.2020
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl.16:15 með fjarfundabúnaði.

Menntastefna Skagafjarðar

30.03.2020
Fréttir
Ný Menntastefna Skagafjarðar hefur nú verið gefin út og tekið gildi. Vinna við mótun menntastefnunnar hefur staðið yfir í u.þ.b. eitt ár. Menntastefnan var unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Frístundar og Fræðsluþjónustu Skagfirðinga. Alls hafa um 910 einstaklingar komið að mótunarferlinu, nemendur allra skólastiga, starfsfólk skóla/frístundar, starfsfólk fræðsluþjónustu, kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd ásamt þátttakendum á íbúafundum.