Fara í efni

Fréttir

Auglýst eftir gasofnum til húshitunar - áríðandi

13.12.2019
Fréttir
Auglýst er eftir gasofnum til láns á heimili í Skagafirði sem enn eru án rafmagns og húshitunar. Þeir sem geta lánað slíka gasofna í fáeina daga geta veitt upplýsingar um það á netfangið brunavarnir@skagafjordur.is eða í síma 453-5425.

Upplýsingar um snjómokstur í Skagafirði

13.12.2019
Fréttir
Óveður síðastliðinna daga skildi eftir sig mikinn snjó í Skagafirði og er því við hæfi að benda fólki á hvernig snjómokstri er háttað í héraðinu. Vegagerðin sér alfarið um mokstur á þjóðvegi 1, Sauðárkróksbraut, Þverárfjallsvegi, Siglufjarðarvegi frá Sauðárkróksbraut og frá Siglufjarðarvegi heim í Hóla sem eru mokaðir daglega. Vegagerðin sér...

Bókun sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 12. desember, um öryggi á raforku og höfnum.

12.12.2019
Fréttir
 Á 391. fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem nú stendur yfir, var eftirfarandi bókun samþykkt.   „Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp hefur komið í Skagafirði og víðar á landinu í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Það er óviðunandi á árinu 2019...

Allt að komast í eðlilegt horf í Skagafirði

12.12.2019
Fréttir
Rafmagn er aftur komið á meirihluta Skagafjarðar og stofnanir sveitarfélagsins eru að taka aftur við sér. Ráðhús sveitarfélagsins opnaði í dag þegar að rafmagn komst á að nýju í morgun. Skólastarf á Sauðárkróki er að komast í eðlilegt horf og voru bæði leik- og grunnskóli með kennslu í dag. Stefnt er að skólahald fari fram með eðlilegum hætti á...

Stefnt að skólahaldi í leik- og grunnskólum á morgun, fimmtudag.

11.12.2019
Fréttir
Kennsla í leik- og grunnskólum í Skagafirði verður með eðlilegum hætti á morgun, fimmtudag, ef rafmagn verður komið á. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum í fyrramálið.

Ráðhús sveitarfélagsins lokað í dag vegna rafmagnsleysis

11.12.2019
Fréttir
Vegna veðurs og skömmtunar á rafmagni í Skagafirði verður ráðhús sveitarfélagsins lokað  fram eftir degi, miðvikudaginn 11. desember. Verður staðan metin aftur um hádegisbil.

Ráðhús sveitarfélagsins verður lokað frá kl 14

10.12.2019
Fréttir
Vegna veðurs og slæmrar veðurspár verður ráðhús sveitarfélagsins á Sauðárkróki lokað frá kl 14 í dag þriðjudaginn 10. desember.

Skólahaldi aflýst og íþróttamannvirki lokuð í sveitarfélaginu í dag og á morgun

10.12.2019
Fréttir
Allt skólahald fellur niður í leik- og grunnskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði í dag, þriðjudag og á morgun, miðvikudag. Þá verða öll íþróttamannvirki í sveitarfélaginu einnig lokuð í dag og á morgun. Útlit er fyrir hið versta veður og biðlar lögreglan á Norðurlandi vestra til fólks að halda sig heima. 

Uppfært - Íþróttamannvirki Skagafjarðar lokuð og allt skólahald fellur niður í leik- og grunnskólum í Skagafirði vegna veðurs

09.12.2019
Fréttir
Öll íþróttamannvirki í Skagafirði verða lokuð á morgun, þriðjudag, vegna veðurs. Þá fellur allt skólahald niður í grunn- og leikskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Einnig fellur skólahald niður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Verður staðan skoðuð á morgun hvort lokanir verði einnig á miðvikudag. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í veðrinu á...