Fara í efni

Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 11. desember 2019

09.12.2019
Fréttir
Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7.

Starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs laust til umsóknar

09.12.2019
Fréttir
Starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er laust til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Á veitu- og framkvæmdasviði starfa um 25 manns að fjölbreyttum verkefnum; hita- og vatnsveitu, viðhaldi- og nýbyggingu fasteigna, gatnagerð, fráveitu, umhverfis- og hreinlætismálum o. fl.

Vinningsmyndir í ljósmyndasamkeppni Félags ferðaþjónustunnar

09.12.2019
Fréttir
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Í keppnina barst fjöldi mynda og var myndefnið fjölbreytt. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum og varð niðurstaðan eftirfarandi: 1. Mannlíf: Messa í Ábæjarkirkju, höfundur Katrín Magnúsdóttir. 2. Listrænt: Ernan úr lofti, höfundur Norbert Ferencson. 3. Ljós í myrkri: Grafarkirkja, höfundur Norbert Ferencson. 4. Hestar: Hestur að sprella, höfundur Christoph Dorsch. 5. Landslag: Sólsetur, höfundur Einar Gíslason.

Starf deildarstjóra fornleifadeildar laust til umsóknar

03.12.2019
Fréttir
Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir starf deildastjóra fornleifadeildar laust til umsóknar.Óskað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að hafa yfirumsjón með rannsóknarstarfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á sviði fornleifafræði, í samstarfi við safnstjóra og í samræmi við stofnskrá safnsins og samþykkta safnstefnu. Um er að...

Ljósin tendruð á jólatrénu um helgina

29.11.2019
Fréttir
Fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina og því verða ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á laugardaginn kl 15:30. Jólatréð þetta árið kemur úr svokölluðum hátíðarreit í Skógarhlíðinni ofan við Sauðárkrók og verður dagskráin með hefðbundnum hætti, söngur, dans og jólasveinar.

Opið hús í Iðju 3. desember

26.11.2019
Fréttir
Í næstu viku er komið að hinum árlega opna degi í Iðjunni við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Tilefnið er Alþjóðadagur fatlaðs fólks þann 3. desember næstkomandi.

Viljayfirlýsing um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð

22.11.2019
Fréttir
Á fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. nóvember sl. var samþykkt viljayfirlýsing þar sem sveitarfélögin Skagafjörður og Akrahreppur samþykkja að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Áður hafði hreppsnefnd Akrahrepps samþykkt...

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélaginu, aðalskipulag og skíðasvæðið í Tindastóli

19.11.2019
Fréttir
Ákveðið hefur verið að endurskoða aðalskipulagsáætlun sveitarfélagsins 2020-2035. Forsendur fyrir endurskoðun eru m.a. stefnumörkun varðandi íbúaþróun og atvinnustarfsemi, áherslur í landbúnaði, yfirbragð byggðar, loftlagsmál, náttúra og útivist ásamt stefnu um samfélagsþjónustu.

Lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi

19.11.2019
Fréttir
Í kvöld, þriðjudaginn 19. nóvember, verða nokkrir höfundar staddir í bókasafninu við Faxatorg á Sauðárkróki og munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Samkoman hefst kl 20.