Fara í efni

Fréttir

Áramótabrennur og flugeldasýningar

30.12.2019
Fréttir
Nú er komið að lokum ársins 2019 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti eins og vanalega með brennum og flugeldasýningum sem björgunarsveitirnar sjá um. Það eru fjórar áramótabrennur í Skagafirði og verður kveikt í þeim öllum kl 20:30 á gamlárskvöld.

Auglýst er til sölu jörðin Borgarey í Skagafirði

30.12.2019
Fréttir
Til sölu er jörðin Borgarey í Skagafirði. Jörðin mælist 94,2 ha að stærð sbr. hnitsettan afstöðuuppdrátt af jörðinni útg. 18. júní 2019. Jörðin liggur austan Húseyjarkvíslar og á landamerki að Húsey að norðan, Syðra-Vallholti og horni Ytra-Vallholts að austan og Vindheimum að sunnan. Landið er í 12 m hæð yfir sjávarmáli, þurrt og algróið. Óskað...

Lokun þriggja gámastöðva í dreifbýli

27.12.2019
Fréttir
Á 164. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 19. desember síðastliðinn, samþykkti nefndin að gámar undir almennt sorp við Skarðsrétt, Áshildarholt og Varmalæk verði fjarlægðir í byrjun janúar 2020

Gleðileg jól!

23.12.2019
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Yfirlýsing frá viðbragðsaðilum á Norðurlandi vestra

18.12.2019
Fréttir
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra senda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna málflutnings framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar í kjölfar óveðursins í síðustu viku. "Undirritaðir viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra lýsa furðu á málflutningi framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar í Kastljósi Sjónvarps þann 16. desember sl., hvað varðar uppitíma...

Í tilefni fréttar á vef Landsnets í gær

18.12.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður stendur við fyrri yfirlýsingu um að ekkert stóð í vegi fyrir því að Landsnet gæti hafið framkvæmdir við Sauðárkrókslínu 2 í kjölfar samþykktar sveitarstjórnar á aðalskipulagi 2009-2021, þann 17. desember 2009 og sem hlaut staðfestingu umhverfisráðherra 25. maí 2012, þar sem línan hafði verið sett inn. Enn fremur að...

Ályktun almannavarnarnefndar Skagafjarðar í kjölfar almannavarnarástands 10. - 16. des. 2019

17.12.2019
Fréttir
Almannavarnarnefnd Skagafjarðar fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að koma á fót starfshópi til að varpa ljósi á hinn gífurlega innviðabrest sem kom fram hér á landi í gjörningaveðrinu í síðustu viku. Munu einstakir viðbragðsaðilar innan almannavarnarnefndarinnar senda starfshópnum ítarleg erindi.

Í tilefni ásakana forstjóra Landsnets í garð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

16.12.2019
Fréttir
Í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í gær lagði forstjóri Landsnets fram þá ásökun gagnvart Sveitarfélaginu Skagafirði að það hefði látið Landsnet bíða í tvö og hálft ár eftir leyfi til framkvæmda við Sauðárkrókslínu 2, sem er jarðstrengur sem mun liggja frá spennivirki í Varmahlíð til Sauðárkróks, og hefði leyst stóran hluta þeirra...

Fjárhagsáætlun 2020-2024 samþykkt

13.12.2019
Fréttir
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2020-2024 var samþykkt með fimm atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 12. desember sl. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalistans óskuðu bókað að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram bókanir við áætlunina. Það gerðu einnig fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar.