Fara í efni

Fréttir

Byggingarfulltrúi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

15.11.2019
Fréttir
Einar Andri Gíslason hefur verið ráðinn í starf byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu til eins árs. Einar Andri er menntaður byggingarfræðingur frá VIA University College í Horsens í Danmörku, ásamt því að vera með sveins- og meistarabréf í húsasmíði. Hann hefur starfað hjá sveitarfélaginu frá árinu 2010 sem starfsmaður skipulags- og...

Kvöldopnun í Aðalgötunni og hátíðarhöld í Kakalaskála

15.11.2019
Fréttir
Það verður notaleg stemming í Aðalgötunni á Sauðárkróki í kvöld og hátíð í Kakalaskála á morgun í tilefni dags íslenskrar tungu.

Samningur um samstarf Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði undirritaður

12.11.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður og Félag eldri borgara í Skagafirði undirrituðu nýverið samstarfssamning. Með samningi þessum er verið að staðfesta óformlegt samstarf sem verið hefur um árabil. Samningurinn byggir á hugmyndafræði um valdeflingu, sem felst fyrst og fremst í því að skapa þær ytri aðstæður sem þarf til að efla frumkvæði, sjálfstæði og...

Sveitarstjórnarfundur 13. nóvember

11.11.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7B miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 16:15

Opnun útboðs - Leikskóli á Hofsósi

08.11.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Leikskóli á Hofsósi –  Viðbygging GAV – Útboð 2019. Um er að ræða viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi, sem mun hýsa starfsemi leikskólans á staðnum, stærð um 206 m2. Í verkinu felst uppsteypa og fullnaðarfrágangur byggingarinnar.Um er að ræða steypt hús á einni hæð með flötu þaki,...

UT starfsdagur í Skagafirði

06.11.2019
Fréttir
Ut starfsdagur verður haldinn í Árskóla á Sauðárkróki á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember. Um er að ræða endurmenntunardag fyrir alla starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði sem haldinn er samhliða UTÍS ráðstefnu sem Ingvi Hrannar Ómarsson er höfundur að og orðin er árlegur viðburður á Sauðárkróki. Vegna ráðstefnunnar koma hingað til lands ýmsir...

Kvenfélag Sauðárkróks færir Dagdvöl aldraðra gjöf

06.11.2019
Fréttir
Meðlimir í Kvenfélagi Sauðárkróks komu færandi hendi á Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki á dögunum og afhentu veglegan snyrtistól að gjöf. Að sögn Stefaníu Sifjar Traustadóttur forstöðumanns Dagdvalar aldraðra mun stóllinn koma sér afar vel bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk Dagdvalar með mun bættri aðstöðu og þægindum, en stólinn er hægt að...

Viðtalstímar vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

04.11.2019
Fréttir
Þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra verða starfsmenn SSNV með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum í Skagafirði föstudaginn 8. nóvember:  Hótel Varmahlíð kl. 10-12 Vesturfarasetrið á Hofsósi kl. 10-12 Skrifstofa SSNV á Sauðárkróki kl. 13-17 Umsóknarfrestur rennur út kl. 16 miðvikudaginn 20....

Fjölmenni á fyrirlestrinum "Sigrum streituna"

31.10.2019
Fréttir
Fyrirlesturinn "Sigrum streituna" með fyrirlesaranum Sölva Tryggvasyni var haldin í gær í sal Árskóla. Var þetta fyrsti viðburðurinn á vegum Heilsueflandi Samfélags í Skagafirði og fór viðburðurinn fram úr björtustu vonum. Fyrirlesturinn var opinn öllum og mættu um 150 manns á viðburðinn.  Fyrirlesturinn er byggður á bók sem Sölvi Tryggvason gaf...