Fara í efni

Fréttir

Fyrirhugað verkfall Kjalar, 9. og 10. mars 2020

06.03.2020
Fréttir
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Kjalar verður að öllu óbreyttu í næstu viku; mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Það hefst á miðnætti og lýkur á miðnætti (tveir sólarhringar). Ef samningar nást fyrir mánudag verður ekki af verkfalli og starfsemi helst óbreytt í stofnunum sveitarfélagsins. Félagsmenn Kjalar eru ríflega 100 talsins hjá...

Hættuástand á Þverárfjalli - tilkynning frá RARIK

06.03.2020
Fréttir
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli. Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir 3 m. Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem er á ferðinni um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni. Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi. Tilkynning frá RARIK

Fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki til sölu

04.03.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til sölu fasteign á lóð númer 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki, fasteignanr. F2132646, landnr. 144009. Um er að ræða hlöðu sem byggð var árið 1959, u.þ.b. 80 m2 og stendur á 2400 m2 lóð. Ráðstöfun lóðar er bundin því skilyrði að hefðbundinn lóðarleigusamningur verði gerður til allt að 25 ára, sem taki m.a. mið...

Ráðleggingar til ferðamanna frá Embætti landlæknis

01.03.2020
Fréttir
Embætti landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til ferðamanna sem eru að koma frá svæðum þar sem COVID-19 veiran hefur greinst. Einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði.. Ef þeir fá einkenni frá...

Orðsending vegna framtalsskila einstaklinga 2020

28.02.2020
Fréttir
Birt hefur verið orðsending til launagreiðenda nr. 4/2020. Þar er vakin athygli á leiðbeiningum um skattframtal sem ætlaðar eru einstaklingum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Leiðbeiningarnar eru á ensku og pólsku. Leitað er til launagreiðenda til að koma þessum leiðbeiningum á framfæri við starfsmenn sína, eftir því sem við á. Orðsending nr....

Gamli bærinn á Sauðárkróki og Plássið og Sandurinn á Hofsósi staðfest verndarsvæði í byggð

25.02.2020
Fréttir
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur að tveimur nýjum verndarsvæðum í byggð í Sveitarfélaginu Skagafirði. Annars vegar er það Gamli bærinn á Sauðárkróki og hins vegar er það Plássið og Sandurinn á Hofsósi. Tilgangur slíkra svæða er að stuðla að verndun byggðar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns...

Erfiður vetur í Skagafirði

21.02.2020
Fréttir
Veðrið hefur verið með versta móti það sem af er vetri í Skagafirði. Hefur veðrið og tilheyrandi ófærð haft mikil áhrif á daglega starfsemi í héraðinu. Einkum hefur tíðin verið rysjótt frá norðanóveðrinu sem gekk yfir landið 10.-11. desember sl.

Auglýsing um deiliskipulag Freyjugata 25

17.02.2020
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. febrúar síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðareits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki, lóðina Freyjugötu 25. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með 11 íbúðum og skipta lóðinni jafnframt upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg.

Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

14.02.2020
Fréttir
Steinn Leó Sveinsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.  Steinn Leó er menntaður byggingatæknifræðingur frá Horsens í Danmörku með aðaláherslu á hönnun og gerð jarðvegsmannvirkja, gatnagerð, fráveitu- og vatnslagnir, verklegar framkvæmdir og landmælingar. Steinn Leó hefur starfað hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða...