Fara í efni

Fréttir

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 26. júní 2019

24.06.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 26. júní að Sæmundargötu 7 B og hefst hann kl. 16:15

Laus störf hjá sveitarfélaginu

24.06.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Stuðningsfulltrúi á Hofsósi. 50% staða við Grunnskólann austan Vatna. Í starfinu felst aðstoð við nemendur með þroska eða hegðunarfrávik, og aðstoð við kennara vegna námsstuðnings í bekk sem í öllum tilfellum eru aldursblandaðir hópar. Umsóknarfrestur er til og með 25....

Ert þú að framleiða eitthvað sniðugt?

21.06.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Við erum að leita að vörum sem eru t.d. praktískar, fallegar, bragðgóðar, heima úr héraði o.s.frv. sem gaman væri að gefa fjölbreyttum hópi starfsmanna sveitarfélagsins.

Skráning í Tónlistarskóla Skagafjarðar

21.06.2019
Fréttir
Innritun í Tónlistarskóla Skagafjarðar stendur yfir til 1. júlí og fer hún eingöngu fram í gegnum Nóra á slóðinni: skagafjordur.felog.is

17. júní haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki

19.06.2019
Fréttir
Þrátt fyrir að veðurguðirnir séu okkur ekki hliðhollir þessa dagana var 17. júní haldinn hátíðlegur í Skagafirði og fór hátíðardagskrá  fram á Sauðárkróki. Teymt var undir börnum á hestbaki, andlit máluð í öllum regnbogans litum og skátarnir leiddu skrúðgöngu inn á íþróttaleikvanginn þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Sólborg Una Pálsdóttir,...

Ný lögreglusamþykkt á Norðurlandi vestra tekur gildi

19.06.2019
Fréttir
Nýverið gekk í gildi lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er þetta fyrsta lögreglusamþykktin sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði en fyrir gildistöku þessarar samþykktar voru ekki gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Sveitastjórnir á svæðinu fengu samþykktina...

Breyting á aðalskipulagi 2009-2021

18.06.2019
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 24. apríl 2019 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillaga að breytingu var auglýst frá 17. desember 2018 til 25. febrúar 2019. Alls bárust 58 erindi vegna skipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum.

Verkefnastjóri í upplýsingatækni- og öryggismálum

13.06.2019
Fréttir
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra í upplýsingatækni- og öryggismálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Leitað er eftir öflugum og skipulögðum einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni. Góð tölvukunnátta og brennandi áhugi á öryggismálum, bæði í upplýsingatækni og vinnuvernd er skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið má finna...

Ný og endurbætt jafnréttisáætlun leikskólanna í Skagafirði

13.06.2019
Fréttir
Leikskólarnir í Skagafirði, Ársalir, Birkilundur og Tröllaborg hafa aukið og endurbætt jafnréttisáætlun sína. Áætlunin var send til Jafnréttisstofu þar sem hún hlaut samþykki eða eins og stendur í umsögninni; Jafnréttisstofa óskar skólunum til hamingju með virkilega vandaða og vel unna áætlun.