Fara í efni

Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál - deiliskipulag Sauðárkrókshöfn

07.01.2020
Fréttir
Ákveðið hefur verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki en gildandi deiliskipulag er frá árinu 1995. Ýmsar forsendur hafa breyst síðan þá og aukin og fjölbreyttari starfsemi kallar á breytingar.

Breytingar á þjónustu hræbíls

07.01.2020
Fréttir
Nú 1. janúar gengu í gildi breytingar á þjónustu hræbíls í dreifbýli sem samþykktar voru með breytingu gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2020. Boðið verður upp á þjónustu hræbílsins á 2ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars en áfram vikulega frá apríl til október.

Íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fjölgar áfram

06.01.2020
Fréttir
Í upphafi árs 2020 eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.036 skv upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands sem er fjölgun um 43 íbúa frá sama tíma árið 2019. Á síðustu fimm árum hefur íbúum Sveitarfélagins Skagafjarðar fjölgað um 125 íbúa eða úr 3.911 árið 2015 í 4.036 árið 2019. Á Norðurlandi vestra var íbúafjöldi 7.324 í upphafi árs 2020 samanborið...

Reikningar vegna húsaleigu sendir út í upphafi nýs árs.

31.12.2019
Fréttir
Vegna innleiðingar á nýju fjárhagskerfi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði verða reikningar vegna húsaleigu í janúar sendir út í upphafi nýs árs. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.

Nýr skipulagsfulltrúi

31.12.2019
Fréttir
Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.  Rúnar er menntaður byggingarfræðingur frá Horsens í Danmörku. Rúnar hefur mikla reynslu af skipulags- og byggingarmálum í gegnum störf sín í níu ár hjá Rangárvallasýslu og 4 ár hjá 6 sveitarfélögum í uppsveitum Árnessýslu þar sem hann gegndi störfum...

Áramótabrennur og flugeldasýningar

30.12.2019
Fréttir
Nú er komið að lokum ársins 2019 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti eins og vanalega með brennum og flugeldasýningum sem björgunarsveitirnar sjá um. Það eru fjórar áramótabrennur í Skagafirði og verður kveikt í þeim öllum kl 20:30 á gamlárskvöld.

Auglýst er til sölu jörðin Borgarey í Skagafirði

30.12.2019
Fréttir
Til sölu er jörðin Borgarey í Skagafirði. Jörðin mælist 94,2 ha að stærð sbr. hnitsettan afstöðuuppdrátt af jörðinni útg. 18. júní 2019. Jörðin liggur austan Húseyjarkvíslar og á landamerki að Húsey að norðan, Syðra-Vallholti og horni Ytra-Vallholts að austan og Vindheimum að sunnan. Landið er í 12 m hæð yfir sjávarmáli, þurrt og algróið. Óskað...

Lokun þriggja gámastöðva í dreifbýli

27.12.2019
Fréttir
Á 164. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 19. desember síðastliðinn, samþykkti nefndin að gámar undir almennt sorp við Skarðsrétt, Áshildarholt og Varmalæk verði fjarlægðir í byrjun janúar 2020

Gleðileg jól!

23.12.2019
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar