Fara í efni

Fréttir

Undirritun samninga við Akrahrepp um þjónustu og framkvæmd verkefna

03.09.2019
Fréttir
Síðastliðinn föstudag undirrituðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps nýja samninga um annars vegar framkvæmd fjölmargra verkefna sem Sveitarfélagið Skagafjörður tekur að sé að annast fyrir Akrahrepp og hins vegar um þjónustu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa. Taka samningarnir til verkefna eins og rekstur grunnskóla,...

Stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra í Miðgarði

30.08.2019
Fréttir
Þriðjudaginn 3. september kl 13-17 fer fram stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar verður haldið áfram að vinna að mótun framtíðarsýnar Norðurlands vestra í tengslum við gerð sóknaráætlunar áranna 2020-2024. Á sama tíma er unnið að sviðsmyndagreiningu fyrir atvinnulífið til ársins 2040. Íbúar Norðurlands vestra...

Vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð

27.08.2019
Fréttir
Fimmtudaginn 29. ágúst verður haldið upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð. Nemendur Varmahlíðarskóla taka þátt í afmælishátíðinni og eru búnir að standa í undirbúningi síðustu daga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar. Í framhaldi af afmælinu verður keppt í Grettissundi (500 metra sundi með frjálsri aðferð) og er skráning þegar hafin hjá Línu í síma 861 6801.

Malbikun á hluta Skagfirðingabrautar

21.08.2019
Fréttir
Fimmtudaginn 22. ágúst verður malbikaður hluti Skagfirðingabrautar á Sauðárkróki, frá N1 og norður fyrir gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar. Vinnusvæðið verður lokað fyrir umferð frá kl 08:30 og fram á kvöld. Við bendum ökumönnum á að sýna tillitssemi og nýta hjáleiðir sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Vegleg gjöf gefin til allra leikskóla í Skagafirði

21.08.2019
Fréttir
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur færði fræðslusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar veglega gjöf til allra leikskóla í Skagafirði á dögunum. Bryndís hefur starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur og hefur m.a. gefið út námsefni undir heitinu, Lærum og leikum með hljóðin, sem ætlað er öllum barnafjölskyldum og skólum....

Auglýsing um deiliskipulag - tengivirki í Varmahlíð

20.08.2019
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð sem hefur fengið meðferð í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tengivirkið er á lóðinni Reykjarhóll lóð landnúmer 146062. Deiliskipulagið er fyrir nýtt 66 kV tengivirki sem mun taka við hlutverki 66 kV hluta tengivirkis á lóðinni sem lagt verður niður í kjölfarið.

Sveitarstjórnarfundur 21. ágúst 2019

19.08.2019
Fréttir
Sveitarstjórnarfundur verður haldinn þann 21. ágúst 2019 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði og Heilsueflandi Samfélag

16.08.2019
Fréttir
Árlegur fræðsludagur skólanna í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í gær, 15. ágúst. Dagur þessi markar upphaf nýs skólaárs og er helgaður faglegu starfi þeirra. Dagurinn er einnig vettvangur skólafólks til að kynna og fjalla um ýmis starfsþróunar- og nýbreytniverkefni sem starfsfólk skólanna vinnur að og er jafnframt vettvangur allra starfsmanna...

Félagsráðgjafi tekur til starfa.

13.08.2019
Fréttir
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi MA hefur verið ráðin til starfa hjá fjölskyldusviði.