Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð í næstu viku

10.10.2019
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð frá og með mánudeginum 14. október vegna hreinsunar. Stefnt er að opnun aftur laugardaginn 19. október.

Dansmaraþon í Árskóla

09.10.2019
Fréttir
Í morgun hófst árlegt dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur hófu dansinn kl 11 undir styrkri stjórn Loga Vigþórssonar danskennara og munu dansa til kl 11 í fyrramálið, fimmtudaginn 10. október.

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024

08.10.2019
Fréttir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, drög að nýrri sóknaráætlun Norðurlands vestra. Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020 til 2024 byggir á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69 frá árinu 2015.

Kvöldopnun, bændamarkaður og Rakelarhátíð

04.10.2019
Fréttir
Í kvöld, 4. október, verður notaleg stemming í Aðalgötunni á Sauðárkróki því fyrirtækin í götunni hafa tekið sig saman og ætla að hafa opið kl 20-22. Það er því um að gera að nota tækifærið, rölta í gamla bænum, njóta mannlífsins og þeirra viðburða sem í boði eru.

Skólaakstur á Sauðárkróki

03.10.2019
Fréttir
Í upphafi skólaárs velta foreldrar eðlilega fyrir sér hvernig staðan sé á skólaakstri innanbæjar á Sauðárkróki. Eins og komið hefur fram ákvað fræðslunefnd að bjóða aksturinn í tengslum við Árskóla út í sumar sem leið. Tvö tilboð bárust í aksturinn. Nefndin ákvað að hafna báðum tilboðum og bjóða aksturinn út að nýju með breyttu sniði. Um þessar...

Undirritaður samningur um Dagdvöl aldraðra í Skagafirði

03.10.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður og Heilbrigðisstofnun Norðurlands undirrituðu samning um Dagdvöl aldraðra í Skagafirði nú í vikunni.   Með þessum samningi er verið að festa í sessi 20 ára samstarf um að Dagdvöl aldraðra sé starfrækt í húsakynnum HSN á Sauðárkróki. Sveitarfélagið sér alfarið um rekstur og þjónustu við dvalargesti en HSN leggur til...

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020

02.10.2019
Fréttir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020.  Hvað er styrkhæft? Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga jafnt sem einkaaðila sem uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum: a) Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og...

Opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins

02.10.2019
Fréttir
Hafinn er undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins. Leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn. Af því tilefni boðar Skipulags- og byggingarnefnd til opins fundar 10. október nk. kl. 17:00-19:00 í Húsi frítímans á Sauðárkróki um helstu áherslur við mótun aðalskipulagstillögu fyrir sveitarfélagið næstu 12 árin a.m.k.

Laufskálaréttarhelgin

27.09.2019
Fréttir
Réttað verður um helgina í Laufskálarétt, drottningu íslenskra stóðrétta. Von er á margmenni á svæðið enda vinsæll viðburður.