Fara í efni

Fréttir

Yfirlýsing frá viðbragðsaðilum á Norðurlandi vestra

18.12.2019
Fréttir
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra senda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna málflutnings framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar í kjölfar óveðursins í síðustu viku. "Undirritaðir viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra lýsa furðu á málflutningi framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar í Kastljósi Sjónvarps þann 16. desember sl., hvað varðar uppitíma...

Í tilefni fréttar á vef Landsnets í gær

18.12.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður stendur við fyrri yfirlýsingu um að ekkert stóð í vegi fyrir því að Landsnet gæti hafið framkvæmdir við Sauðárkrókslínu 2 í kjölfar samþykktar sveitarstjórnar á aðalskipulagi 2009-2021, þann 17. desember 2009 og sem hlaut staðfestingu umhverfisráðherra 25. maí 2012, þar sem línan hafði verið sett inn. Enn fremur að...

Ályktun almannavarnarnefndar Skagafjarðar í kjölfar almannavarnarástands 10. - 16. des. 2019

17.12.2019
Fréttir
Almannavarnarnefnd Skagafjarðar fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að koma á fót starfshópi til að varpa ljósi á hinn gífurlega innviðabrest sem kom fram hér á landi í gjörningaveðrinu í síðustu viku. Munu einstakir viðbragðsaðilar innan almannavarnarnefndarinnar senda starfshópnum ítarleg erindi.

Í tilefni ásakana forstjóra Landsnets í garð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

16.12.2019
Fréttir
Í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í gær lagði forstjóri Landsnets fram þá ásökun gagnvart Sveitarfélaginu Skagafirði að það hefði látið Landsnet bíða í tvö og hálft ár eftir leyfi til framkvæmda við Sauðárkrókslínu 2, sem er jarðstrengur sem mun liggja frá spennivirki í Varmahlíð til Sauðárkróks, og hefði leyst stóran hluta þeirra...

Fjárhagsáætlun 2020-2024 samþykkt

13.12.2019
Fréttir
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2020-2024 var samþykkt með fimm atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 12. desember sl. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalistans óskuðu bókað að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram bókanir við áætlunina. Það gerðu einnig fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar.

Auglýst eftir gasofnum til húshitunar - áríðandi

13.12.2019
Fréttir
Auglýst er eftir gasofnum til láns á heimili í Skagafirði sem enn eru án rafmagns og húshitunar. Þeir sem geta lánað slíka gasofna í fáeina daga geta veitt upplýsingar um það á netfangið brunavarnir@skagafjordur.is eða í síma 453-5425.

Upplýsingar um snjómokstur í Skagafirði

13.12.2019
Fréttir
Óveður síðastliðinna daga skildi eftir sig mikinn snjó í Skagafirði og er því við hæfi að benda fólki á hvernig snjómokstri er háttað í héraðinu. Vegagerðin sér alfarið um mokstur á þjóðvegi 1, Sauðárkróksbraut, Þverárfjallsvegi, Siglufjarðarvegi frá Sauðárkróksbraut og frá Siglufjarðarvegi heim í Hóla sem eru mokaðir daglega. Vegagerðin sér...

Bókun sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 12. desember, um öryggi á raforku og höfnum.

12.12.2019
Fréttir
 Á 391. fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem nú stendur yfir, var eftirfarandi bókun samþykkt.   „Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp hefur komið í Skagafirði og víðar á landinu í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Það er óviðunandi á árinu 2019...

Allt að komast í eðlilegt horf í Skagafirði

12.12.2019
Fréttir
Rafmagn er aftur komið á meirihluta Skagafjarðar og stofnanir sveitarfélagsins eru að taka aftur við sér. Ráðhús sveitarfélagsins opnaði í dag þegar að rafmagn komst á að nýju í morgun. Skólastarf á Sauðárkróki er að komast í eðlilegt horf og voru bæði leik- og grunnskóli með kennslu í dag. Stefnt er að skólahald fari fram með eðlilegum hætti á...