Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðurland vestra upp úr kl 14 í dag. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald í grunnskólunum í Varmahlíð og austan Vatna ljúki klukkan 11:00 í dag og börn sem búa utan Sauðárkróks ljúka sínum skóladegi klukkan 13:00.
Í desember sl. var lokið við uppsetningu á hundasvæði við Borgargerði á Sauðárkróki, á móts við leikskólann Ársali, sjá loftmynd. Keyrt er að svæðinu frá Borgargerði og hægt er að leggja bílum við svæðið.
Nú þegar árið 2020 er gengið í garð er ekki úr vegi að líta yfir öxl og skoða það sem stóð uppúr hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2019. Árið 2019 voru 175 fréttir og tilkynningar birtar á heimasíðu sveitarfélagsins. Hér að neðan verður stiklað á stóru og teknar saman fréttir sem vöktu athygli árið 2019.
Margt gerðist á árinu og er til að mynda fjallað um fyrirhugaðar nýbyggingar í sveitarfélaginu eins og nýr leikskóli, óveður, hin ýmsu verkefni sveitarfélagsins, Umhverfisdagar, fyrsti NPA samningurinn undirritaður og íbúafundir vegna aðalskipulags eru meðal þess sem kemur við sögu.
Skólahaldi í Grunnskólanum austan Vatna sem var frestað til kl 10 í dag hefur verið aflýst. Skólahaldi í tónlistarskólum á þessu svæði fellur einnig niður.
Foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum.
Skólahald í Grunnskólanum í Varmahlíð fellur niður í dag fimmtudaginn 9. janúar vegna veðurs og ófærðar.
Skólahald í Grunnskólnunum austan Vatna, þ.e. Hofsósi og Hólum verður seinkað til kl 10 í dag. Aðstæður verða kannaðar fyrir kl 10 og eru foreldrar barna í Grunnskólanum austan Vatna beðnir um að fylgjast vel með öllum tilkynningum.
Skólahald...
Stefnt er að því að leik- og grunnskólar Skagafjarðar verði opnir og skólahald með eðlilegum hætti á morgun, fimmtudaginn 9. janúar. Veður og færð verða þó metin að nýju snemma í fyrramálið og foreldrar og forráðamenn barna því beðnir að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu sveitarfélagins og skólanna og einnig á facebook-síðum þeirra eftir því sem við á.núar.
Skólahald í leik- og grunnskólum fellur niður í Varmahlíð, á Hólum og Hofsósi á morgun miðvikudaginn 8. janúar. Jafnframt verða sundlaugar og íþróttahús á sömu stöðum lokuð.
Ráðgert er að halda skólum opnum á Sauðárkróki en ef það breytist verður sett tilkynning um slíkt á heimasíðu sveitarfélagsins í fyrramálið og jafnframt send í útvarpið....