Fara í efni

Fréttir

Góð aðsókn í sundlaugarnar í Skagafirði í sumar

25.09.2019
Fréttir
Sundlaugarnar í Skagafirði voru vel sóttar í sumar. Gestir sundlauganna voru ríflega 47 þúsund og er það um 6% aukning frá síðasta ári. Fjöldi gesta sem sóttu sundlaugina í Varmahlíð tvöfaldaðist milli ára en mesta aukning þar er meðal barna sem rekja má til hinnar nýju og glæsilegu rennibrautar. Samanburður á aðsókn í sundlaugarnar júní - ágúst...

Úthlutun úr Smávirkjanasjóði Norðurlands vestra - Skref 2

25.09.2019
Fréttir
Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?   SSNV auglýsir eftir umsóknum í Skref 2 úr Smávikjanasjóði Norðulands vestra. Tilgangur Smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra. Skref 2 varðar mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og...

Sveitarstjórnarfundur 25. september

24.09.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður miðvikudaginn 25. september kl 16:15 að Sæmundargötu 7a.

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar veittar

19.09.2019
Fréttir
Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans, en það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitarfélagið. Viðurkenningarflokkarnir sem koma til greina eru sjö talsins, en ekki er alltaf veitt...

Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag og morgun

19.09.2019
Fréttir
Vegna bilana í lagnakerfi verður Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag fimmtudag, og á morgun föstudag. Opið er í heitu pottana kl 06:50-09:00 og seinnipartinn kl 17:30-20:00.

Staða framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks

17.09.2019
Fréttir
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 17. september 2019 var tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa um stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Fyrirspurnina og svör við henni má sjá hér.

Bilun í lagnakerfi Sundlaugar Sauðárkróks

17.09.2019
Fréttir
Vegna bilunar í lagnakerfi verður Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag, þriðjudag og morgun miðvikudag milli kl 9 og 17:30. Opið í laug og potta þessa daga kl 6:50-9 og 17.30- 20.30 Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda sundlaugargestum.

Bekk komið fyrir í brekkunni hjá FNV

12.09.2019
Fréttir
Í sumar barst sveitarfélaginu fyrirspurn um hvort hægt væri að setja bekk í brekkuna hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fylgdi fyrirspurninni að einstaklingar sem nýta sér þjónustu dagdvalar aldraðra fari iðulega þessa leið og gott væri að geta hvílt sig á leiðinni upp brekkuna og notið útsýnisins. Fljótt var brugðist við fyrirspurninni og...

Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra ekki endurnýjaður

10.09.2019
Fréttir
Á 879. fundi byggðarráðs var tekin fyrir samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og sú ákvörðun tekin að endurnýja ekki samninginn við næstu endurnýjun vegna breyttra aðstæðna. Áður hafði Húnaþing vestra tekið þá ákvörðun um að endurnýja ekki samninginn. Eftirfarandi bókun var gerð á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar: Samningur um...