Fara í efni

Fréttir

Ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi

30.11.2018
Fréttir
Á morgun laugardaginn 1. des verður kveikt á jólaljósunum á Kirkjutorgi á Sauðárkróki, friðarganga Árskóla fer að krossinum á Nöfunum og tendrar ljós og margt fleira verður um að vera um allt héraðið.

Íbúafundi á Hofsósi frestað til 5. desember

29.11.2018
Fréttir
Íbúafundi sem vera átti í Höfðaborg kl. 17 í dag er frestað vegna veðurs til miðvikudagsins 5. desember kl. 17. Fundartími íbúafundar á Sauðárkróki kl. 20 í kvöld er óbreyttur.

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

23.11.2018
Fréttir
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.

Laus störf

23.11.2018
Fréttir
Laus eru til umsóknar mörg fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu, umsjónarmaður á verkstæði, bókari, hafnarstjóri, yfirhafnarvörður, starfsmaður í Fellstún og leikskólann Tröllaborg.

Afmæli Dagdvalar aldraðra

22.11.2018
Fréttir
Þann 20. nóvember síðastliðinn voru liðin 20 ár frá því Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki. Af því tilefni verður opið hús í dag fimmtudag 22. nóvember og á morgun kl 13-15 í dagdvölinni sem er til húsa í dvalarheimilinu á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Mikil gróska og jákvæðni í skólamálum í Skagafirði

21.11.2018
Fréttir
Fyrir utan hefðbundið skólastarf þá hefur æði margt verið á döfinni hér í okkar skólasamfélagi síðustu vikur. Í lok október var prufukeyrð ný matsaðferð í skólastarfi sem ber heitið Skólaspegill- staðfest sjálfsmat, aðferðin er skosk að uppruna.

Opnir íbúafundir

21.11.2018
Fréttir
Boðað er til opinna íbúafunda í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem umfjöllunarefnið er fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 og hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirra í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjármálastefnu.

Auglýsingar um skipulagsmál

19.11.2018
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt lýsingar fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóðina Víðimelur Suðurtún 1 og landið Helgustaði í Unadal samkvæmt 3. mgr 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki 2018

16.11.2018
Fréttir
Síðastliðin níu ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja...