Fara í efni

Fréttir

Skráning á Mannamót 2019 er hafin

06.11.2018
Fréttir
Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á staðsetningu hans. Að þessu sinni verður Mannamót haldið Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar, 2019. Tilgangur Mannamóts er að bjóða fram vettvang fyrir...

Menntamálastofnun minnir á dag gegn einelti 8. nóvember

05.11.2018
Fréttir
Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti og slæmum samskiptum.

Árshátíð 1.-5. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin á morgun

31.10.2018
Fréttir
Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16:30 fer fram árshátíð 1.-5. bekkjar Varmahlíðarskóla í Menningarhúsinu Miðgarði, en sýningin hefur fengið nafnið Ævintýragrauturinn og verða valdir bútar úr ævintýrum Thorbjørns Egner fluttir af nemendum 1.-5. bekkjar skólans.

Árshátíð miðstigs Árskóla (5., 6. og 7. bekkjar) verður haldin í dag og á morgun

30.10.2018
Fréttir
Dagskráin verður fjölbreytt að vanda, leikur og söngur úr ýmsum áttum. Sýningar verða sem hér segir: Þriðjudagur 30. október kl. 17:00 og 20:00. Miðvikudagur 31. október kl. 17:00 og 20:00.

Gamli bærinn á Sauðárkróki - verndarsvæði í byggð

29.10.2018
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. október síðastliðinn að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlis á Sauðárkróki. Svæðið sem um ræðir er norðurhluti gamla bæjarins sem er elsti hluti byggðarinnar og afmarkast að norðan af nyrsta íbúðarhúsi Sauðárkróks, að austan af Strandvegi, að sunnan af Kirkjutorgi og Kirkjuklauf (Hlíðarstíg) og að vestan af Nöfum.

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

26.10.2018
Fréttir
Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018. Sækja skal um styrki rafrænt á Sóknaráætlun Norðurlands vestra.

Lengri opnunartími í sundlauginni í Varmahlíð

25.10.2018
Fréttir
Opnunartími í sundlauginni í Varmahlíð lengist frá og með morgundeginum 26. október meðan Sundlaug Sauðárkróks er lokuð vegna framkvæmda við endurbætur.

Kvennafrídagurinn

23.10.2018
Fréttir
Miðvikudaginn 24. október 2018 eru konur um allt land hvattar til að leggja niður störf kl. 14:55 og taka þátt í samstöðufundum til að vekja athygli á launamun kynjanna. Í Varmahlíð verður einn slíkur haldinn undir kjörorðinu „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“.

Nýja rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð vígð

23.10.2018
Fréttir
Í gær fór fram formleg vígsla rennibrautarinnar í sundlauginni í Varmahlíð.