Á vefsíðu Söguseturs íslenska hestsins er sagt frá því að sumaropnun Söguseturs íslenska hestsins árið 2018 hafi lokið þann 31. ágúst. Gestir voru alls 1177, þar af 153 börn.
Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í fjórtánda sinn í gær, en það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitarfélagið.
Í ár voru veittar viðurkenningar í 5 flokkum, en þá hafa verið veittar 87 viðurkenningar á 14 árum.
Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fer fram í dag, fimmtudaginn 13. september í Húsi Frítímans kl. 17:00.
Auglýst eru til umsóknar nokkur laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á ýmsum sviðum. Verkefnastjórar, liðveisla, bókavörður, starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk og starfsmaður í sundlaugina á Hofsósi.
Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki í gær þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana.