Fara í efni

Fréttir

Heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi í dag

19.07.2017
Fréttir
Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu verður heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júlí, frá kl. 16 og fram eftir nóttu. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

18.07.2017
Fréttir
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með fötluðu fólki og hefur að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri.

Tímabundið hlutastarf er laust til umsóknar í búsetuþjónustu við Kleifatún

18.07.2017
Fréttir
Starfið felur í sér aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs. Ásamt því að sinna félagslegum jafns sem líkamlegum þörfum eftir því sem við á. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Blómaker horfið af brúnni

17.07.2017
Fréttir
Margir hafa haft orð á því hve falleg blómakerin eru sem prýða neðstu brúna yfir Sauðá. Eitt þeirra er nú horfið. Ef einhver veit hvar kerið er þá óskum við eftir því að því verði annaðhvort skilað aftur á brúna eða í Ráðhúsið.

Landsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

11.07.2017
Fréttir
Á fimmtudaginn hefst landsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal en mótið stendur yfir dagana 13. - 16. júlí. Það er hestamannafélagið Skagfirðingur sem stendur fyrir mótinu sem er WorldRanking mót og er aðstaðan á Hólum glæsileg í alla staði og ein sú besta á landinu.

Óskað eftir tillögum að íslensku nafni Arctic Coast Way

07.07.2017
Fréttir
Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni sem fyrst var kynnt til sögunnar í vetur, og á að draga athygli ferðamanna að strandlengjunni meðfram Norðurlandi. Enska heitið hefur verið ákveðið en nú er óskað eftir tillögum að íslensku nafni fyrir ferðamannaveginn.

Matráður óskast til starfa við leikskólann Birkilund

05.07.2017
Fréttir
Matráður óskast til starfa við leikskólann Birkilund í Varmahlíð frá og með 14. ágúst n.k.

Framlengdur umsóknarfrestur um stöðu umsjónarkennara, kennslu verkgreina og baðvörslu í Grunnskólanum austan Vatna

05.07.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur um nokkrar stöður í Grunnskólanum austan Vatna hefur verið framlengdur til og með 19. júlí næstkomandi. Um er að ræða stöðu umsjónarkennara á Sólgörðum, kennslu í verkgreinum og baðvörslu á Hofsósi og Hólum.

Framlengdur umsóknarfrestur um stöður textílkennara og kennara í málmsmíði í Varmahlíðarskóla

04.07.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur um stöður textílkennara og kennara í málmsmíði við Varmahlíðarskóla hefur verið framlengdur til og með 20. júlí næstkomandi.