Fara í efni

Fréttir

Forskot á Sæluvikuna

28.04.2017
Fréttir
Nú er vorboðinn ljúfi, Sæluvika Skagfirðinga, að hefjast og verður mikið um að vera nú um helgina en setningin er á sunnudaginn. Nemendur 1.-4. bekkja Árskóla tóku forskot á sæluna og buðu eldri borgurum í sumarsælukaffi í skólann sinn í morgun.

Sumarstörf á Leikskólanum Ársölum

28.04.2017
Fréttir
5 sumarstörf eru laus til umsóknar á Leikskólanum Ársölum.

Sveitarstjórnarfundur mánudaginn 8. maí

27.04.2017
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn mánudaginn 8. maí kl: 16.15

Hvað má fara í grænu tunnuna? Og hvernig?

27.04.2017
Fréttir
Starfsfólk Flokku fær oft fyrirspurnir um hvernig á að ganga frá því sem má fara í grænu tunnuna og hvað það er sem má fara þangað. Bæklingur Flokku sem gefinn var út þegar græna tunnan var tekin í notkun, er enn í gildi. Eina breytingin er sú að allt plast, stíft og lint, má fara saman og ekki skal setja pappír í plastpoka heldur fer hann laus í tunnuna.

Opnunartími 1. maí í Varmahlíðarlaug og hreinsun 9.-14. maí

27.04.2017
Fréttir
Nú er vor í lofti og apríl að renna sitt skeið og 1. maí næstkomandi mánudag en þá verður sundlaugin í Varmahlíð opin kl 10-15. Laugin verður lokuð 9. - 14. maí en þá verður hún hreinsuð.

Tímabundið starf í Fellstúni 19b er laust til umsóknar

26.04.2017
Fréttir
Leitað er að kvenkyns einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum.

Hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

26.04.2017
Fréttir
Leitað er eftir starfsmanni til að sinna félagslegum stuðningi við fatlaðan einstakling.

Gott gengi Skagfirðinga í stærðfræðikeppni

26.04.2017
Fréttir
Í gær var keppt til úrslita í Ólafsfirði í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og nemendum 9. bekkja grunnskólanna á þessum svæðum. Úrslit urðu þau að Hildur Heba Einarsdóttir úr Árskóla á Sauðárkróki sigraði keppnina, í öðru sæti var Jódís Helga Káradóttir úr Varmahlíðarskóla og Styrmir Þeyr Traustason úr Dalvíkurskóla var þriðji.

Tímabundið hlutastarf í Kleifatúni er laust til umsóknar

25.04.2017
Fréttir
Starfið felur í sér aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs. Ásamt því að sinna félagslegum jafnt sem líkamlegum þörfum eftir því sem við á.