Takmark Umhverfisdaga er fegurra umhverfi og skiptir miklu máli að íbúar taki höndum saman og tíni rusl og snyrti í kringum lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum.
Nemendur 10. bekkjar Árskóla afhentu Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit allan ágóða Árskóladagsins við skólaslit Árskóla í gær, alls 424 þúsund krónur.
Næstkomandi laugardag verða tvær sýningar opnaðar við Aðalgötuna á Sauðárkróki, Kona á skjön, sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi og Puffin and friends, sýning um dýralíf í Drangey ásamt fleiru.
Þroskaþjálfi hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur sem nýta þjónustu skammtímavistunar. Hann ber ábyrgð á að notendur fái nauðsynlega þjónustu og sinnir þverfaglegu samstarfi innan sem utan stofnunar. Þroskaþjálfi kemur að framkvæmd þjónustu og umönnun við fötluð börn og fullorðna sem nýta þjónustu skammtímavistunar. Hann veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og gæslu eftir þörfum hvers og eins og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þeirra, ásamt öðrum verkefnum.
Störfin fela í sér að aðstoða fötluð börn og fullorðna við athafnir daglegs lífs, umönnun, skipuleggja afþreyingu, þjálfun og gæslu eftir þörfum. Störfin henta konum jafnt sem körlum.
Nemendur úr Grunnskólanum austan Vatna hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni undanfarin ár sem nefnist, Skólar á grænni grein, en markmið þess er að auka umhverfismennt og styrkja skóla í menntun til sjálfbærni. Verkefnin sem nemendur unnu fyrir Landsbyggðarvini eru öll unnin úr endurnýttu hráefni en nemendurnir unnu verkefnið í nýsköpunarviku í mars og heitir sigurverkefnið Hænsnakofinn.