Fara í efni

Fréttir

Hreinsunardagur í Fljótum

14.06.2017
Fréttir
Íbúa- og átthagafélag Fljóta efnir til hreinsunardags í Fljótum á föstudaginn nk. Gert er ráð fyrir að hittast á Sólgörðum kl. 12 þar sem hópnum verður skipt niður á svæði. Að hreinsun lokinni verður boðið upp á lummukaffi á Sólgörðum sem hefst kl. 16.

Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

14.06.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 28. júní 2017.

Útboð – gervigrasvöllur á Sauðárkróki

12.06.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í jarðvinnu, lagnavinnu, uppsteypu og frágang vegna gervigrasvallar á Sauðárkróki. Verkið felst í uppsteypu stoðveggja, tæknirýmis og undirstaðna undir ljósamöstur, jarðvinnu, frárennslis- og snjóbræðslulagnir, hellulögn o.fl.

Auglýsing um deiliskipulagstillögu fyrir skíðasvæði Tindastóls

12.06.2017
Fréttir
Þann 7. júní síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Tillagan felur í sér gerð deiliskipulags fyrir skíðasvæðið eins og það er afmarkað í aðalskipulagi og er markmiðið að fá fram heildstætt skipulag fyrir svæðið og nánasta umhverfi þess.

Sjómannadagurinn um helgina

09.06.2017
Fréttir
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt um helgina og eru hátíðahöldin á Sauðárkróki á laugardeginum og á Hofsósi á sunnudeginum. Það verður ýmislegt til skemmtunar og kaffisala slysavarnafélaganna verður á sínum stað á báðum stöðum.

Öryggi á opinberum leiksvæðum gott

09.06.2017
Fréttir
Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er sagt frá því að fullyrt hafi verið í sjónvarpsfréttum þann 5. júní sl að ástand leiktækja á opinberum leiksvæðum, m.a. leikskólum væri í molum. Þessar fullyrðingar eru til þess fallnar að valda foreldrum barna óþarfa ótta vegna þess að þær standast ekki nánari skoðun.

Skráningar í SumarTím

08.06.2017
Fréttir
Nú er SumarTím farið af stað í Skagafirði og ýmislegt áhugavert og skemmtilegt í boði fyrir börn 5-12 ára. Skráningar fara fram á sumartim@skagafjordur.is eða í síma 660 4633.

Þórarinn Eymundsson og Þórálfur slógu heimsmet

06.06.2017
Fréttir
Á vef Feykis er sagt frá því að Þórarinn Eymundsson á Sauðárkróki og Þórálfur frá Prestabæ hafi sett heimsmet í kynbótadómi á sýningu á Akureyri fyrir helgi með aðaleinkunnina 8,93 og 8,95 fyrir hæfileika. Fyrra met átti Spuni frá Vesturkoti.

Sumarstarf á Hvammstanga

06.06.2017
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar hefur framlengt umsóknarfrest vegna sumarstarfs í þjónustu við fatlað fólk á sambýlinu á Hvammstanga.