Fara í efni

Fréttir

Auglýsing um deiliskipulag - Merkigarður í Tungusveit

03.07.2017
Fréttir
Skipulags- og byggingarfulltrúi auglýsir til kynningar skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags jarðarinnar Merkigarðs í Tungusveit. Skipulagslýsingin liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins við Skagfirðingabraut og hér á heimasíðunni.

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir lausa stöðu vaktstjóra við Sundlaugina á Hofsósi

30.06.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir lausa stöðu vaktstjóra við Sundlaugina á Hofsósi. Vaktsjóri stýrir daglegu starfi sundlaugarinnar og skipuleggur störf og vaktir starfsmanna. Hann ber ábyrgð á skilum á skýrslum og uppgjöri og annast samskipti við aðra starfsmenn sveitarfélagsins eftir atvikum.

Nr. 1 Umhverfing

30.06.2017
Fréttir
Á morgun, laugardaginn 1. júlí, verður opnuð myndlistarsýningin Fyrsta Umhverfing í Safnahúsinu og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Leikskólakennarar óskast til starfa við Leikskólann Ársali

29.06.2017
Fréttir
Leikskólinn Ársalir auglýsir sex störf leikskólakennara laus til umsóknar. Um er að ræða fimm störf í 100% starfshlutfalli og eitt starf í 50% starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí nk.

Sumarleyfi sveitarstjórnar 2017

29.06.2017
Fréttir, Stjórnsýsla
Sumarleyfi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefst 29. júní og lýkur 7.ágúst 2017

Leikhópurinn Lotta í Litla skógi

27.06.2017
Fréttir
Leikhópurinn Lotta setur upp ævintýri um Ljóta andarungann í Litla skógi, fimmtudaginn 29. júní nk. Sýningin hefst kl. 18:00. Inn í söguna blandast fjögur önnur ævintýri sem flestir kannast við.

Næsti fundur sveitarstjórnar

26.06.2017
Fréttir
Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 28. júní að Sæmundargötu 7a.

Drangey Music Festival á laugardagskvöldið

23.06.2017
Fréttir
Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar verður nú haldin í þriðja sinn á Reykjum á Reykjaströnd laugardaginn 24. júní. Svæðið opnar kl 18 en dagskráin hefst kl 20:30 og er frítt inn fyrir börn yngri en14 ára í fylgd forráðamanna.

Viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagfjarðar

23.06.2017
Fréttir
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. fimmtudag var rætt um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar en sveitarfélögin hafa nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast. Undir þessum dagskrárlið sat Vignir Sveinsson oddviti Skagabyggðar fundinn.