Fara í efni

Fréttir

Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

29.05.2017
Fréttir
Starfið er tvíþætt og felur í sér stuðning við fatlað fólk á hinum almenna vinnumarkaði og að sinna líkamlegum og félagslegum þörfum einstaklinga við athafnir daglegs lífs í Iðju. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Tímabundið starf í Fellstúni 19b er laust til umsóknar

29.05.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 11. júní 2017.

Hamingjuóskir til brautskráningarnema FNV

27.05.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður sendir brautskráningarnemum frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra innilegar hamingju- og heillaóskir í tilefni áfangans.

Breyttir opnunartímar í sundlauginni í Varmahlíð 29. maí-5. júní

24.05.2017
Fréttir
Opnunartímar í sundlauginni í Varmahlíð í næstu viku og fram yfir hvítasunnu eru eftirfarandi: 29. maí kl 12-21 30. maí lokað 31. maí kl 12-21

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í næstu viku

24.05.2017
Fréttir
Vegna viðhalds og námskeiðs starfsmanna sundlaugarinnar á Hofsósi verður laugin lokuð frá mánudeginum 29. maí til laugardagsins 3. júní.

Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs 1. júní

24.05.2017
Fréttir
Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næstkomandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.

Rekstur sveitarfélagsins batnar á milli ára

24.05.2017
Fréttir
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 var samþykktur við aðra umræðu í sveitarstjórn þann 15. maí s.l. Rekstrarniðurstaða batnaði mikið á milli ára og var nokkuð umfram áætlanir. Rekstrarafgangur samstæðunnar var 252,1 milljónir króna. Gert hafði verið ráð fyrir rekstrarafgangi að upphæð 95,4 milljónum króna.

Frábær árangur skagfirskra grunnskólanema í NKG

23.05.2017
Fréttir
Vinnusmiðja Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram um síðustu helgi í Háskólanum í Reykjavík og voru flottir fulltrúar frá Varmahlíðarskóla og Árskóla á staðnum, fjórir frá hvorum skóla. Tveir ungir piltar úr 7. bekk Varmahlíðarskóla hrepptu 1. sæti þeir Indriði Ægir og Óskar Aron og í 2. sætu voru stöllurnar úr Varmahlíðarskóla Þóra Emilía og Lilja Diljá og Una Karen úr Árskóla.

Hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

22.05.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 5. júní 2017.