Fara í efni

Fréttir

Íslenska skólakerfið, styrkleikar og tækifæri

10.05.2017
Fréttir
Grunnur, félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, hélt sinn árlega vorfund á Húsafelli dagana 26.-28. apríl síðastliðinn. Á fundinum var lögð áhersla á að efla jákvæða umfjöllun um málefni barna og ungmenna og skólastarf almennt á Íslandi. Rætt var m.a. um styrkleika skólakerfisins sem liggur í stórum dráttum í vellíðan nemenda og góðum samskiptum svo og jöfnuði og breiðu námi í grunnþáttum menntunar.

Leikskólakennarar óskast til starfa við Leikskólann Birkilund í Varmahlíð

08.05.2017
Fréttir
Leikskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, Aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitarfélagsins. Vinnur að uppeldi og menntun barnanna undir stjórn deildarstjóra. Fylgist með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfi hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.

Sumarstörf í Iðju/dagþjónustu

08.05.2017
Fréttir
Framlengdur hefur verið umsóknarfrestur vegna sumarstarfa í Iðju/dagþjónustu.

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

05.05.2017
Fréttir
Í tilefni af fréttaflutningi um raforkuflutning og breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar er eftirfarandi samþykkt byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 26. janúar sl. og staðfest í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. febrúar sl., komið á framfæri.

Sæluvikuhelgi framundan

05.05.2017
Fréttir
Nú líður að lokum Sæluvikunnar en dagskráin er þétt fram á sunnudag og ætti að vera létt verk að finna eitthvað skemmtilegt við hæfi.

Veitu- og framkvæmdasvið auglýsir laust starf

05.05.2017
Fréttir
Í raun er um sambland af tveim störfum að ræða sem skiptist milli tveggja starfsstöðva.

Tónleikar og sýningar á Sæluviku

04.05.2017
Fréttir
Sæluvikan er í fullum gangi og margt í boði á hverjum degi fram á sunnudag. En dagskráin í dag og á morgun býður upp á tónleika og sýningar af ýmsu tagi.

Sumarstörf: Dagdvöl aldraðra

02.05.2017
Fréttir
Um 3 hlutastörf er að ræða. Starfsmenn starfa við aðhlynningu á dagvist þar sem aldraðir einstaklingar koma inn yfir daginn og fá aðstoð við böðun og aðra persónulega þjónustu. Í störfunum felst einnig aðstoð við félagsstarf og tómstundaiðju.

Sumarstörf - Sundlaugin á Sauðárkróki

02.05.2017
Fréttir
Í störfunum felst m.a. öryggisgæsla við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðsla og baðvarsla.