Íslenska skólakerfið, styrkleikar og tækifæri
10.05.2017
Fréttir
Grunnur, félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, hélt sinn árlega vorfund á Húsafelli dagana 26.-28. apríl síðastliðinn. Á fundinum var lögð áhersla á að efla jákvæða umfjöllun um málefni barna og ungmenna og skólastarf almennt á Íslandi. Rætt var m.a. um styrkleika skólakerfisins sem liggur í stórum dráttum í vellíðan nemenda og góðum samskiptum svo og jöfnuði og breiðu námi í grunnþáttum menntunar.