Fara í efni

Fréttir

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn áfengisfrumvarpi

23.03.2017
Fréttir
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill beina því til þingmanna að beita sér gegn því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar og leggst gegn framkomnu frumvarpi.

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir skíðasvæðið í Tindastóli

23.03.2017
Fréttir
Nú liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags skíðasvæðis Ungmennafélagsins Tindastóls í Tindastóli. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir svæðið sem er innan sérhæfðs útivistarsvæðis sem skilgreint er í aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Maður í mislitum sokkum í Höfðaborg

23.03.2017
Fréttir
Leikfélag Hofsóss sýnir gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar í Höfðaborg á Hofsósi. Frumsýnt verður föstudaginn 24. mars og segja leikarar að enginn verði svikinn af því að mæta í leikhús á Hofsósi.

Benedikt búálfur í Bifröst

22.03.2017
Fréttir
Nú er komið að hinni árlegu leiksýningu 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki og að þessu sinni er það sýningin Benedikt búálfur sem er sett á svið í Bifröst. Höfundur er Ólafur Gunnar Guðlaugsson og leikstjóri Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Frumsýningin er í dag kl 17 og önnur sýning í kvöld kl 20.

Íbúagátt sveitarfélagsins uppfærð

21.03.2017
Fréttir
Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins hefur verið uppfærð í nýjustu útgáfu. Gáttin er þjónustugátt fyrir einstaklinga og lögaðila. Til þess að skrá sig þar inn þarf annaðhvort rafrænt skilríki eða Íslykil til þess að gæta fyllsta öryggis. Kosturinn við Íbúagáttina er að þegar búið er að skrá sig þar inn er hægt að komast áfram í ýmsar þjónustur s.s. MENTOR, Matartorg og NÓRA án þess að þurfa að skrá sig aftur inn með lykilorði.

Vel heppnuð uppskeruhátíð tónlistarskólanna

20.03.2017
Fréttir
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og var hún haldin hátíðleg um land allt um síðustu helgi með svæðistónleikum. Skagafjörður tilheyrir Norður og Austurlandi og voru svæðistónleikarnir á Egilsstöðum í ár.

Sumarstörf - Sambýlið á Blönduósi

20.03.2017
Fréttir
Framlengdur hefur verið umsóknarfrestur vegna sumarstarfa á sambýlinu á Blönduósi.

Vetrarhátíð Tindastóls á morgun

17.03.2017
Fréttir
Vetrarhátíð Tindastóls verður haldin á morgun, laugardaginn 18. mars. Skíðasvæðið opnar kl. 11:00 og það verður líf og fjör í fjallinu fram eftir degi. Dagskráin er fjölbreytt og fjölskylduvæn og gerir veðurspá ráð fyrir hæglátu veðri á morgun.

Gunnlaugs saga Ormstungu í Héðinsminni

17.03.2017
Fréttir
Nemendur 8. bekkjar Varmahlíðarskóla settu upp leikverk í Héðinsminni byggt á Gunnlaugs sögu Ormstungu en hún er ein Íslendingasagna en ekki með þeim þekktari. Krakkarnir lásu söguna í vetur og var spáð og spjallað um efni hennar og úr varð að setja hana á svið og voru tvær sýningar þann 14. mars síðastliðinn.