Fara í efni

Fréttir

Hlutastörf í liðveislu á Freyjugötu eru laus til umsóknar

19.04.2017
Fréttir
Um 2 störf í 45% starfshlutfalli er að ræða frá 15. maí 2017 eða eftir samkomulagi.

Hækkun á niðurgreiðslum til dagforeldra

19.04.2017
Fréttir
Sveitarfélagið hefur samþykkt 20% hækkun á niðurgreiðslum og reglur sem tryggja dagforeldrum niðurgreiðslur sem svarar þremur börnum kr. 64.922,- á mánuði vegna þriggja barna í 11 mánuði á ári. Þetta er gert með það að markmiði að auka atvinnuöryggi dagforeldra.

Sumarstörf á sambýlinu og í Iðju á Blönduósi

19.04.2017
Fréttir
Framlengdur hefur verið umsóknarfrestur vegna sumarstarfa á sambýlinu og í Iðju á Blönduósi.

Hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

19.04.2017
Fréttir
Um 75% starf er að ræða tímabilið 15. maí - 15. september 2017 með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Tillaga að deiliskipulagi sundlaugar- og íþróttasvæðis við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki

19.04.2017
Fréttir
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 12. apríl síðastliðinn, var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir sundlaugar- og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Tillagan felur í sér gerð deiliskipulags fyrir svæðið og nánasta umhverfi þess með það að markmiði að fá fram heildstætt skipulag.

Sveitarstjórnarfundur

19.04.2017
Fréttir
Allar líkur eru á því að næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði haldinn 3. maí nk.

Gleðilega páska

16.04.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra páska með von um að allir hafi það sem best yfir hátíðina og eigi ánægjulegar samverustundir.

Stofnframlögum úthlutað til byggingar 8 leiguíbúða á Sauðárkróki

12.04.2017
Fréttir
Íbúðalánasjóður tilkynnti um niðurstöðu síðari úthlutunar stofnframlaga árið 2016 á hádegisverðarfundi þann 6. apríl sl. Er þar um að ræða framlög til kaupa eða bygginga á hagkvæmum byggingum, svokölluðum leiguheimilum, sem er nýtt og byltingarkennt kerfi að danskri fyrirmynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að komast í langtímaleigu.

Páskadagskráin í Skagafirði

12.04.2017
Fréttir
Það verður nóg um að vera í Skagafirði um páskana, hvort sem menn vilja fara á skíði, tónleika, leikhús, slaka á í sundlaugum Skagafjarðar eða fara til kirkju. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.