Fara í efni

Fréttir

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

02.05.2017
Fréttir
Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 3.maí og er þetta í 15. sinn sem keppnin fer fram. Það er ÍSÍ sem hefur veg og vanda af verkefninu sem fer fram um land allt.

Sýningar og sund

02.05.2017
Fréttir
Nú stendur Sæluvikan yfir í Skagafirði og ýmislegt um að vera og ekki síst fyrir yngstu kynslóðina því Leikhópurinn Lotta er mættur á svæðið. Hópurinn er með söngvasyrpu sem er stútfull af sprelli og húmor og verða sýningar í skólunum í dag fyrir leikskólanemendur og 1.-4. bekk.

Vígsla Hannesarskjóls

30.04.2017
Fréttir
Í kjölfar setningarhátíðar Sæluviku Skagfirðinga 2017 í Safnahúsi Skagfirðinga var haldin formleg vígsluathöfn Hannesarskjóls á Nöfunum ofan Sauðárkróks en það er hlaðið til heiðurs skagfirska rithöfundinum Hannesi Péturssyni.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í annað sinn í dag

30.04.2017
Fréttir
Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar voru veitt í annað sinn við setningu Sæluviku fyrr í dag. Verðlaunin eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Sá sem hlaut verðlaunin í ár er Kristmundur Bjarnason, fræðimaður á Sjávarborg.

Setning Sæluviku

29.04.2017
Fréttir
Á morgun sunnudaginn 30. apríl verður formleg setning Sæluviku Skagfirðinga í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sæluvikan er gamall menningarviðburður en upphaflega kallaðist vikan Sýslufundarvika og þá kom sýslunefnd Skagafjarðarsýslu saman til fundarhalda. Það er fjölbreytt dagskrá framundan næstu dagana enda um flotta lista- og menningarhátíð að ræða.

Forskot á Sæluvikuna

28.04.2017
Fréttir
Nú er vorboðinn ljúfi, Sæluvika Skagfirðinga, að hefjast og verður mikið um að vera nú um helgina en setningin er á sunnudaginn. Nemendur 1.-4. bekkja Árskóla tóku forskot á sæluna og buðu eldri borgurum í sumarsælukaffi í skólann sinn í morgun.

Sumarstörf á Leikskólanum Ársölum

28.04.2017
Fréttir
5 sumarstörf eru laus til umsóknar á Leikskólanum Ársölum.

Sveitarstjórnarfundur mánudaginn 8. maí

27.04.2017
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn mánudaginn 8. maí kl: 16.15

Hvað má fara í grænu tunnuna? Og hvernig?

27.04.2017
Fréttir
Starfsfólk Flokku fær oft fyrirspurnir um hvernig á að ganga frá því sem má fara í grænu tunnuna og hvað það er sem má fara þangað. Bæklingur Flokku sem gefinn var út þegar græna tunnan var tekin í notkun, er enn í gildi. Eina breytingin er sú að allt plast, stíft og lint, má fara saman og ekki skal setja pappír í plastpoka heldur fer hann laus í tunnuna.