Fara í efni

Fréttir

Opið hús í Ársölum á degi leikskólans

03.02.2017
Fréttir
Í tilefni af degi leikskólans mánudaginn 6. febrúar verður opið hús á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki. Þar verður gestum og gangandi boðið að koma og fylgjast með daglegu starfi leikskólans bæði úti og inni.

Afleysingastarf á Skúlabraut 22, Blönduósi

03.02.2017
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir laust til umsóknar afleysingastarf í þjónustu við fatlað fólk í búsetu á Skúlabraut 22, Blönduósi.

Skipan fulltrúa í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki

01.02.2017
Fréttir
Skipað hefur verið í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki. Byggir sú skipan á samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna í Skagafirði frá árinu 2005 um bætta aðstöðu til menningar- og listastarfsemi í Skagafirði með endurbótum á tveimur eldri byggingum.

Nýr yfirhafnarvörður kominn til starfa

01.02.2017
Fréttir
Nýr yfirhafnarvörður hóf störf hjá Skagafjarðarhöfnum í dag, 1. febrúar, Dagur Þór Baldvinsson. Dagur Þór er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og mun í vor ljúka fjárnámi í APME verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík með IPMA alþjóðlegri vottun.

Félagsmiðstöðin Friður áfram í Söngkeppni Samfés

31.01.2017
Fréttir
Föstudaginn 27. janúar sl. gerði Félagsmiðstöðin Friður sér ferð á Dalvík á Norður-org en það er söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi og ball fyrir ungmenni í 8.-10. bekk. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, 9. bekk Árskóla, var fulltrúi Friðar og söng hún sig í úrslit með lagið "Someone like you" eftir Adele.

Álagningu fasteignagjalda 2017 lokið

27.01.2017
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki

27.01.2017
Fréttir
Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Að þessu sinni komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá.

Kynningarfundur vegna hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi

25.01.2017
Fréttir
Mánudaginn 23. janúar var haldinn vel heppnaður kynningarfundur í félagsheimilinu Árgarði þar sem kynntar voru fyrir íbúum og fasteignaeigendum fyrirhugaðar hitaveituframkvæmdir á svæðinu.

Húsnæðisbætur í stað húsaleigubóta – breytt fyrirkomulag

25.01.2017
Fréttir
Ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um áramót.