Nú líður að páskum og nemendur grunnskólanna komnir í páskafrí og margir á ferð og flugi og vinsælt að fara í sund. Opnunartími sundlaugarinnar á Sauðárkróki er kl 10-17:30 alla páskahelgina, á Hofsósi kl 12-17:30 og í Varmahlíð kl 10-15 en lokað þar á föstudaginn langa og páskadag.
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga verður á sínum stað sem endranær í Sæluviku enda hefur hún notið mikilla vinsælda allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Reglurnar eru einfaldar; annars vegar botna vísnavinir fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Sveitarfélagið Skagafjörður býður starfsmönnum sínum upp á þrjú námskeið nú í vor og og eru þau liður í fræðsluáætlun sveitarfélagsins. Námskeiðin eru haldin á mismunandi tímum svo flestir geti átt þess kost að nýta sér þau og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Föstudaginn 7. apríl verður árshátíð nemenda Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og hefst hún kl 17 í Höfðaborg. Í boði verða fjölbreytt skemmtiatriði, leikur, söngur og dans og að skemmtun lokinni mun nemendafélagið vera með pizzur til sölu.
Lokahátíð Nótunnar - Uppskeruhátíð tónlistarskóla var haldin í Eldborgarsal Hörpu 2. apríl sl. Á hátíðinni hlaut Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning í grunnnámi í flokki einleiks- og einsöngsatriða. Hún lék verkið Humoreska eftir Anton Dvorak.