Sveitarfélagið Skagafjörður býður starfsmönnum sínum upp á þrjú námskeið nú í vor og eru námskeiðin haldin á mismunandi tímum svo flestir geti átt þess kost að nýta sér þau. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og eru þau hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.
Rúmlega 50 unglingar frá Félagsmiðstöðinni Friði í Skagafirði halda til Reykjavíkur í dag á SamFestinginn, stærstu unglingaskemmtun landsins. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir mun keppa fyrir hönd Friðar á Söngkeppni Samfés á morgun og hefst bein útsending á RÚV kl. 13:00.
Sveitarfélagið Skagafjörður veitti styrk til þess að haldið yrði tveggja daga spjaldtölvunámskeið fyrir eldri borgara í Skagafirði. Námskeiðið hófst í gær og er samvinnuverkefni Félags eldri borgara í Skagafirði, Húss frítímans og Farskólans.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill beina því til þingmanna að beita sér gegn því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar og leggst gegn framkomnu frumvarpi.
Nú liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags skíðasvæðis Ungmennafélagsins Tindastóls í Tindastóli. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir svæðið sem er innan sérhæfðs útivistarsvæðis sem skilgreint er í aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Leikfélag Hofsóss sýnir gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar í Höfðaborg á Hofsósi. Frumsýnt verður föstudaginn 24. mars og segja leikarar að enginn verði svikinn af því að mæta í leikhús á Hofsósi.
Nú er komið að hinni árlegu leiksýningu 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki og að þessu sinni er það sýningin Benedikt búálfur sem er sett á svið í Bifröst. Höfundur er Ólafur Gunnar Guðlaugsson og leikstjóri Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Frumsýningin er í dag kl 17 og önnur sýning í kvöld kl 20.