Fara í efni

Fréttir

Álagning fasteignagjalda 2017

05.01.2017
Fréttir
Álagning fasteignagjalda 2017 er nú í vinnslu. Álagningin byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir, nema þær séu undanþegnar með lögum, og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Eigendum fasteigna er bent á að tilkynna breytingar sem fyrst til sveitarfélagsins, er lúta að álagningunni og innheimtu.

Styrkir til meistaranema á sviði sveitarstjórnamála

04.01.2017
Fréttir
Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.

Framlengdur umsóknarfrestur vegna tímabundins starfs í Kleifatúni

04.01.2017
Fréttir
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum.

Kveðja um áramót

31.12.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða.

Áramótabrennur í Skagafirði

29.12.2016
Fréttir
Fjórar brennur eru í Skagafirði um áramótin, á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og Varmahlíð. Það eru björgunarsveitirnar sem hafa veg og vanda af brennunum og flugeldasýningunum eins og áður.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur - Laust er til umsóknar tímabundið starf á sambýlinu í Fellstúni

28.12.2016
Fréttir
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum.

Gleðileg jól!

24.12.2016
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða.

Hátíð gengur í garð

22.12.2016
Fréttir
Á morgun er Þorláksmessa og margir að keppast við að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn, redda síðustu gjöfinni eða kaupa í matinn. Jólunum fylgja fjölskylduboð, guðsþjónustur og jólaböll ásamt fleiri viðburðum og hefðum innan fjölskyldna.

Opnunartímar íþróttamannvirkja um jól og áramót

21.12.2016
Fréttir
Nú styttist í jólin og margir sem nota frídagana yfir hátíðarnar til að skreppa í sund eða heita pottinn og því gott að vita opnunartíma sundlauganna.