Fara í efni

Fréttir

Sambýlið Blönduósi óskar eftir sumarstarfsfólki

21.03.2016
Fréttir
Sambýlið Blönduósi óskar eftir tveimur sumarstarfsmönnum í 100% starf. Í öðru starfinu þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst en í hinu frá 1. júní nk. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu eftir sumarið.

Heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi í dag

21.03.2016
Fréttir
Loka þarf fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi vegna viðgerðar eftir hádegið. Byrjað verður kl. 14:00 og mun viðgerðin standa eitthvað fram eftir degi. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.

Fyrsti fundur sveitarstjórnar í nýju húsnæði

17.03.2016
Fréttir
Fyrsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nýjum fundarsal í Húsi frítímans var haldinn í gær. Nú verður hægt að fylgjast með fundunum í beinni í mynd en fundirnir verða teknir upp og sendir beint út á Youtube.

Góður árangur í Skólahreysti

17.03.2016
Fréttir
Grunnskólarnir í Skagafirði tóku þátt í undankeppni Skólahreystis sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Stóðu allir keppendur skólanna sig með prýði en að lokum fór svo að Árskóli sigraði í 8. riðli og mun taka þátt í lokakeppninni

Sumarstörf hjá Byggðasafni Skagfirðinga

16.03.2016
Fréttir
Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir safn- og staðarvörðum á sýningum safnsins og upplýsingaverum í Glaumbæ og Minjahúsinu á Sauðárkróki í sumar.

Fundur í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar

15.03.2016
Fréttir
Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 16:15

Laus störf við Leikskólann Ársali

11.03.2016
Fréttir
Leikskólakennarar óskast í tvær 100% stöður við Leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Um tímabundin störf er að ræða. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.

Enn fjölgar íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar

11.03.2016
Fréttir
Fyrir um mánuði síðan sögðum við frá þeirri ánægjulegu þróun að íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefði fjölgað talsvert að undanförnu. Þá stóð talan í 3928 íbúum. Nýjar tölur úr Þjóðskrá frá byrjun marsmánaðar segja okkur að íbúum hafi enn fjölgað.

Árshátíðir í skólunum á Hólum og Sólgörðum

11.03.2016
Fréttir
Nemendur í Grunnskólanum austan Vatna verða með árshátíð á Hólum í dag föstudaginn 11. mars og í Sólgarðaskóla sunnudaginn 13. mars.