Fara í efni

Fréttir

Mjallhvít sýnd í Bifröst

09.03.2016
Fréttir
Nú er komið að hinni árlegu leiksýningu 10. bekkjar Árskóla í Bifröst og að þessu sinni varð hið sígilda leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö fyrir valinu. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson en höfundur verksins er Margarete Kaiser.

Ljósmynda- og myndbandasamkeppni

08.03.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú eftir þátttöku í ljósmynda- og myndbandasamkeppni um myndir teknar í Skagafirði. Þemað er náttúra og mannlíf í sveitarfélaginu. Keppnin mun standa yfir til hádegis þann 31. júlí næstkomandi.

Dagdvöl aldraðra auglýsir eftir starfsfólki

07.03.2016
Fréttir
Dagdvöl aldraðra auglýsir laust til umsóknar starf í afleysingu í 1 ár. Starfið er laust frá og með 1. júní nk. og er í 77,75% starfshlutfalli. Dagdvöl auglýsir einnig eftir tveimur sumarstarfsmönnum í hlutastarf frá 25. maí 2016. Störfin eru unnin á dagvinnutíma.

Framtíðarstarf – Búseta í Fellstúni 19b

04.03.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir því að ráða kvenkyns starfsmann í 70% starf í búsetu í Fellstúni 19b. Starfið er laust frá miðjum maí. Starfsmaður aðstoðar fatlað fólk við athafnir daglegs lífs og sinnir líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á.

Framtíðarstarf í heimaþjónustu

04.03.2016
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í heimaþjónustu á Sauðárkróki og nágrenni. Um 100% starf er að ræða. Heimaþjónusta er þjónustustarf sem unnið er inni á heimili eða í daglegu umhverfi þjónustuþega og byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Hrói Höttur í Miðgarði

03.03.2016
Fréttir
Árshátíð yngri nemenda í Varmahlíðarskóla verður í Miðgarði föstudaginn 4. mars kl 15. Nemendur 1. - 6. bekkjar sýna leikritið um Hróa Hött eftir handriti Guðjóns Sigvaldasonar.

Nýjung á heimasíðunni

02.03.2016
Fréttir
Ný heimasíða sveitarfélagsins fór í loftið síðastliðið sumar og nú hefur bæst við nýjung á síðuna til að auka þjónustuna við íbúana, ábendingargátt.

Iðjan fær Ipad spjaldtölvu að gjöf

29.02.2016
Fréttir
Ladies Circle klúbburinn á Sauðárkróki gaf í dag, hlaupársdag, þjónustuþegum og starfsfólki Iðjunnar nýja Ipad spjaldtölvu. Spjaldtölvuna notar fólkið í þjálfun og hugmyndavinnu í listsköpun svo fátt eitt sé nefnt og kemur tækið sér sérstaklega vel.

Vetrarhátíð í Tindastóli um helgina

26.02.2016
Fréttir
Um helgina verður vetrarhátíð á skíðasvæðinu í Tindastóli og verður opið til kl 21 í kvöld en kveiktur verður varðeldur og tónlistin mun óma um fjallið. Á morgun, laugardag, verður opið milli kl 11 og 16 og ýmislegt í boði. Skátarnir verða með þrautaleik, bátur frá Viking Rafting verður á staðnum ásamt Crazy Roller og nýtroðnum skíðabrautum.