Fara í efni

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2015
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838.

Kynning á hættumati á ofanflóðum á Sauðárkróki

13.11.2015
Fréttir
Á fundi byggðarráðs í gær þann 12. nóvember kynntu fulltrúar í Hættumatsnefnd Skagafjarðar tillögu að hættumati vegna ofanflóða á Sauðárkróki fyrir byggðarráðsfulltrúum. Í opnu húsi á Kaffi Krók síðar um daginn gafst íbúum kostur á að kynna sér tillöguna og fá svör við spurningum sínum.

Afrakstur samstarfs í skólamálum

13.11.2015
Fréttir
Fræðsluþjónusta Skagfirðinga fékk styrk frá einni af menntaáætlunum ESB, Comenius Regio, til tveggja ára samstarfs við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku. Verkefnið stóð yfir á árunum 2012-2014 og var markmið þess að rannsaka aðferðir stjórnenda og fagfólks í skólakerfinu við að skipuleggja áhugavert og hvetjandi lærdómsumhverfi

Tún til leigu á Nöfunum

10.11.2015
Fréttir
Sveitarfélagið auglýsir til leigu fjögur tún á Nöfunum á Sauðárkróki ásamt aðstöðuhúsum, eftir því sem við á.

Kynning á tillögu um hættumat á ofanflóðum á Sauðárkróki

10.11.2015
Fréttir
Kynning á tillögu á hættumati á ofanflóðum á Sauðárkróki verður í opnu húsi á Kaffi Krók fimmtudaginn 12. nóvember kl 16 - 18:30. Fulltrúar hættumatsnefndar verða á staðnum ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og kynna hættumatið. Tillagan var unnin af Veðurstofu Íslands og hættumatsnefndar Skagafjarðar

Sveitarstjórnarfundur

09.11.2015
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl. 16:15 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Opnað fyrir skráningar í VetrarTím

09.11.2015
Fréttir
Nú er búið að opna fyrir skráningar í VetrarTím fyrir börn sem æfa fótbolta, körfu, frjálsar og sund hjá Tindastóli. Öll börn skulu verða skráð inn í kerfið og er skráningin bindandi fyrir veturinn en hægt að afskrá og nýskrá börnin í byrjun janúar 2016

Vinavika í Grunnskólanum austan Vatna

03.11.2015
Fréttir
Það var mikið um að vera hjá nemendum og starfsfólki í Grunnskólanum austan Vatna í síðustu viku. Nemendur allra þriggja starfsstöðva skólans komu saman á Hofsósi í danskennslu og þemavinnu en þemað var vinátta.

Birkilundur auglýsir eftir leikskólakennara

02.11.2015
Fréttir
Leikskólakennari óskast í 100% stöðu við Leikskólann Birkilund í Varmahlíð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.