Fara í efni

Fréttir

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu

30.10.2019
Fréttir
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu. Um er að ræða tvær tveggja herbergja og sex þriggja herbergja íbúðir að Laugatúni 21, 23, 25 og 27 á Sauðárkróki. Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru...

11 skagfirsk fyrirtæki á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2019

28.10.2019
Fréttir
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í tíunda sinn og eru Framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag...

Skólaakstur á Sauðárkróki hefst að nýju

24.10.2019
Fréttir
Ákveðið hefur verið að skólaakstur hefjist á nýjan leik næstkomandi mánudag 28. október. Ákvörðun um skólaakstur felur í sér þá breytingu að daglegur akstur skólarútunnar verður einugis yfir hörðustu vetrarmánuðina, frá miðjum október og fram í apríl. Akstursleiðir verða óbreyttar frá því sem verið hefur: Ekið verður frá Háuhlíð alla daga kl....

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

22.10.2019
Fréttir
Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 20. nóvember 2019. Sækja skal um styrki rafrænt á heimasíðu SSNV.  Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér vel verklags- og úthlutunarreglur. Viðtalstímar/vinnustofur verða auglýstar þegar nær dregur. Myndband með...

Íbúar Norðurlands vestra móta framtíð landshlutans í nýrri sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024

22.10.2019
Fréttir
Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 var samþykkt samhljóða á haustþingi samtakanna sem fram fór þann 18. október sl. á Sauðárkróki. Vinna við gerð áætlunarinnar hefur staðið yfir frá því á vordögum. Lögð var rík áhersla á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila og má ætla að vel á fimmta hundrað manns hafi komið að gerð...

Sigrum streituna - Heilsueflandi Samfélag í Skagafirði

17.10.2019
Fréttir
Heilsueflandi samfélag í Skagafirði stendur fyrir fyrirlestrinum "Sigrum streituna - grunnatriði góðrar heilsu" sem haldinn verður í sal Árskóla miðvikudaginn 30. október kl 16:30. Fyrirlesari er Sölvi Tryggvason sem er höfundur bókarinnar "Á eigin skinni". Er þetta fyrsti viðburðurinn sem Heilsueflandi samfélag í Skagafirði heldur og er aðgangur...

Starfsemi í Húsi frítímans hafin

17.10.2019
Fréttir
Starfsemi í Húsi frítímans er hafin samkvæmt dagskrá sem má finna á heimasíðu sveitarfélagsins eða fésbókar síðu hússins. Boðið verður upp á opið hús yfir daginn frá kl. 13:00 alla daga til kl. 16:00 á mánudögum og fimmtudögum og til kl. 17:00 á föstudögum. Á þriðjudögum og miðvikudögum er húsið opið fyrir alla aldurshópa þar til að skipulögð dagskrá hefst fyrir viðkomandi bekki. Þá eiga þeir bekkir húsið.

Sveitarstjórnarfundur 16. október

14.10.2019
Fréttir, Sveitarstjórn
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 16. október kl. 16:15 að Sæmundargötu 7B

Opinn fundur um endurskoðun aðalskipulags tókst vel

10.10.2019
Fréttir
Opinn fundur um endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar var haldinn í dag í Húsi frítímans. Vel var mætt á fundinn og komu margar áhugaverðar hugmyndir fram í hópavinnu á fundinum. Einar E. Einarsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, kynnti fyrirhugaða vinnu við endurskoðun aðalskipulags.  Aðrir með framsögu voru Sigfús...