Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf og markmið hennar er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
Mikael Snær Gíslason, nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tryggði sér eitt af fjórum sætum í Ólympíuliði Íslands í líffræði, en Ólympíukeppnin fer fram á Englandi í sumar.
Þjóðleikhúsið mun sýna leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð laugardaginn 25. mars nk. Siggi Sigurjóns fer á kostum sem hinn geðstirði Ove og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir frammistöðu sína. Sýningin hefur slegið í gegn í Reykjavík og verður sýningin í Miðgarði fimmtugasta sýningin!