Íbúagátt sveitarfélagsins uppfærð
21.03.2017
Fréttir
Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins hefur verið uppfærð í nýjustu útgáfu. Gáttin er þjónustugátt fyrir einstaklinga og lögaðila. Til þess að skrá sig þar inn þarf annaðhvort rafrænt skilríki eða Íslykil til þess að gæta fyllsta öryggis. Kosturinn við Íbúagáttina er að þegar búið er að skrá sig þar inn er hægt að komast áfram í ýmsar þjónustur s.s. MENTOR, Matartorg og NÓRA án þess að þurfa að skrá sig aftur inn með lykilorði.