Fara í efni

Fréttir

Í dag eru vetrarsólstöður

21.12.2016
Fréttir
Kl. 10:44 í dag eru vetrarsólstöður á norðurhveli jarðar. Þá er halli norðurhvelsins frá sólinni í hámarki, sólin syðst á himinhvolfinu og lægst á lofti. Á morgun tekur daginn að lengja á ný.

Fjárhagsáætlun 2017-2020 samþykkt

19.12.2016
Fréttir
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2017-2020 var samþykkt með sjö atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 14. desember s.l. Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) og Sigurjón Þórðarson (K-listi) bókuðu að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir tímabundið starf í Kleifatúni laust til umsóknar

19.12.2016
Fréttir
Starfið er laust frá byrjun janúar 2017 til maíloka 2017, með möguleika á þriggja mánaða lengingu eða til lok ágústs 2017.

Frístundasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir tímabundið starf í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laust til umsóknar

16.12.2016
Fréttir
Um 100% starf er að ræða frá byrjun janúar 2017 til og með miðjum febrúar 2017.

Fjórða helgi í aðventu

16.12.2016
Fréttir
Líða fer að jólum segir í góðum dægurlagatexta og nú er komin fjórða helgin í aðventunni. Í dag er einmitt síðasti dagurinn til að koma jólakortum í B-póst innanlands, A-póst til Evrópu og jólapökkum til vina og ættingja á Norðurlöndunum.

Jólavakan á Hofsósi í kvöld

15.12.2016
Fréttir
Hin árlega jólavaka nemenda Grunnskólans austan Vatna verður haldin í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi kl. 20:30 í kvöld.

Formleg verklok hitaveitu í Fljótum

14.12.2016
Fréttir
Síðasti verkfundur vegna hitaveitu í Fljótum fór fram í síðustu viku og því má segja að verkinu sé nú lokið með formlegum hætti. Verkinu var skipt á tvö ár, 2015 og 2016, og lagði verktakinn, Steypustöð Skagafjarðar, lokahönd á síðustu heimæðar í Fljótunum í október síðastliðinn segir á heimasíðu Skagafjarðarveitna.

Lagning ljósleiðara í dreifbýli Skagafjarðar

14.12.2016
Fréttir
Um mánaðarmótin október / nóvember hófst vinna við lagningu ljósleiðara á Langholti og í Sæmundarhlíð, nánar tiltekið á svæðinu frá Varmahlíð að Marbæli auk Sæmundarhlíðar.

Dagur Þór Baldvinsson ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar

13.12.2016
Fréttir
Dagur Þór Baldvinsson hefur verið ráðinn í stöðu yfirhafnarvarðar. Alls sóttu 7 um starfið.