Fara í efni

Fréttir

Íbúagátt sveitarfélagsins uppfærð

21.03.2017
Fréttir
Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins hefur verið uppfærð í nýjustu útgáfu. Gáttin er þjónustugátt fyrir einstaklinga og lögaðila. Til þess að skrá sig þar inn þarf annaðhvort rafrænt skilríki eða Íslykil til þess að gæta fyllsta öryggis. Kosturinn við Íbúagáttina er að þegar búið er að skrá sig þar inn er hægt að komast áfram í ýmsar þjónustur s.s. MENTOR, Matartorg og NÓRA án þess að þurfa að skrá sig aftur inn með lykilorði.

Vel heppnuð uppskeruhátíð tónlistarskólanna

20.03.2017
Fréttir
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og var hún haldin hátíðleg um land allt um síðustu helgi með svæðistónleikum. Skagafjörður tilheyrir Norður og Austurlandi og voru svæðistónleikarnir á Egilsstöðum í ár.

Sumarstörf - Sambýlið á Blönduósi

20.03.2017
Fréttir
Framlengdur hefur verið umsóknarfrestur vegna sumarstarfa á sambýlinu á Blönduósi.

Vetrarhátíð Tindastóls á morgun

17.03.2017
Fréttir
Vetrarhátíð Tindastóls verður haldin á morgun, laugardaginn 18. mars. Skíðasvæðið opnar kl. 11:00 og það verður líf og fjör í fjallinu fram eftir degi. Dagskráin er fjölbreytt og fjölskylduvæn og gerir veðurspá ráð fyrir hæglátu veðri á morgun.

Gunnlaugs saga Ormstungu í Héðinsminni

17.03.2017
Fréttir
Nemendur 8. bekkjar Varmahlíðarskóla settu upp leikverk í Héðinsminni byggt á Gunnlaugs sögu Ormstungu en hún er ein Íslendingasagna en ekki með þeim þekktari. Krakkarnir lásu söguna í vetur og var spáð og spjallað um efni hennar og úr varð að setja hana á svið og voru tvær sýningar þann 14. mars síðastliðinn.

Sumarstörf 2017 - Hafnarvörður

16.03.2017
Fréttir
Laust er 1 starf í 100% starfshlutfalli tímabilið 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.

Sumarstörf - Þjónustumiðstöð / Skagafjarðarveitur á Sauðárkróki

16.03.2017
Fréttir
4 sumarstörf í 100% starfshlutfalli eru laus frá 15. maí til 31. ágúst 2017.

Sumarstörf - Þjónustumiðstöð á Hofsósi

16.03.2017
Fréttir
Laust er sumarstarf frá 15. maí til 31. ágúst 2017.

Sumarstörf - vélamenn í sláttuhóp

14.03.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur vegna tveggja starfa vélamanna í sláttuhóp Garðyrkjudeildar.