Fara í efni

Fréttir

Landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa kynnt

08.03.2017
Fréttir
Þriðjudaginn 7. mars sl. var haldinn fundur á Sauðárkróki til að kynna landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa, viðbragðsáætlun almannavarna. Markmið fundarins var að kynna landsáætlun meðal viðbragðsaðila innan sóttvarnaumdæma.

Vantar þig sumarstarf?

06.03.2017
Fréttir
Fjöldinn allur af lausum sumarstörfum er í boði. Umsóknarfrestur vegna flestra starfanna rennur út 9. mars 2017.

Starfsmaður byggðasafnsins útskrifaður doktor í fornleifafræði

06.03.2017
Fréttir
Guðný Zoëga fornleifa- og mannabeinafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga varði doktorsriterð sína í fornleifafræði við Oslóarháskóla 28.febrúar síðastliðinn. Doktorsritgerðin ber nafnið: Keldudalur, a typical household cemetery? The bioarchaeology of a medieval household (Keldudalur, venjulegur heimiliskirkjugarður? Líffornleifafræðileg úttekt miðaldaheimilis).

Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Skagafjarðar

02.03.2017
Fréttir
Þriðjudaginn 28. febrúar var gengið frá samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Fjarskiptasjóðs um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk úthlutað alls 53.838.800. kr- fyrir 151 tengda staði. Að auki hefur Sveitarfélaginu Skagafirði verið úthlutað 9,8 milljónum úr byggðasjóði til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli.

Sumarstörf

24.02.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir fjöldan allan af spennandi og krefjandi sumarstörfum laus til umsóknar.

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands í heimsókn

24.02.2017
Fréttir
Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands (VTÍ ) heimsóttu Sveitarfélagið Skagafjörð í dag en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.

Foreldrar ungra barna mættu á fund byggðarráðs

24.02.2017
Fréttir
Í gær 23. febrúar komu nokkrir foreldrar ungra barna, sem eru á biðlista eftir leikskólavistun á Sauðárkróki, á fund byggðarráðs Sveitarfélagisns Skagafjarðar. Þau afhentu opið bréf til sveitarfélagsins varðandi skort á dagvistunarúrræðum fyrir yngstu börnin að loknu fæðingarorlofi.

Upplestrarkeppni Varmahlíðarskóla í 7. bekk

23.02.2017
Fréttir
Í dag var haldin upplestrarkeppni í 7. bekk Varmahlíðarskóla þar sem valdir voru fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 28. mars næstkomandi.

Upplestrarkeppni Árskóla í 7. bekk

23.02.2017
Fréttir
Í gær var haldin upplestrarkeppni í 7. bekk Árskóla í sextánda sinn og voru valdir átta nemendur sem verða fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer á sal FNV þann 28. mars næstkomandi.