Fara í efni

Fréttir

Tímabundnar breytingar hjá Brunavörnum Skagafjarðar

02.12.2016
Fréttir
Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, er kominn í launalaust leyfi og mun Svavar Atli Birgisson taka við starfi slökkviliðsstjóra í fjarveru hans.

Lestur er börnum bestur

01.12.2016
Fréttir
Í tengslum við gerð lestrarstefnu fyrir alla leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar efndi lestrarteymi skólanna til samkeppni um besta slagorðið fyrir stefnuna. Mörg flott slagorð voru send inn frá fjölmörgum aðilum. Vinningstillagan kom frá Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur, leikskólakennara í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.

Sveitarstjórnarfundur 23. nóvember 2016

30.11.2016
Fréttir
Upptaka frá fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 23. nóvember 2016 er komin inn á vefinn.

Opið hús í Iðju á föstudag

28.11.2016
Fréttir
Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember nk. verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð föstudaginn 2. desember frá kl. 10:00-15:00. Um kl. 14:00 kemur góður gestur og skemmtir.

Jólaljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi - rétt dagskrá

23.11.2016
Fréttir
Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki næstkomandi laugardag 26. nóvember kl 15:30. Þau leiðu mistök áttu sér stað að röng dagskrá birtist í Sjónhorninu sem kom út í dag.

Heitavatnslaust fram eftir degi á Víðigrund

21.11.2016
Fréttir
Vegna viðgerðar á stofnlögn verður heitavatnslaust fram eftir degi á Víðigrund á Sauðárkróki. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Seinkun á sorphirðu

18.11.2016
Fréttir
Vegna veðurs og slæmrar færðar verður seinkun á sorphirðu um 1-2 daga í efri bænum á Sauðárkróki (Hlíða- og Túnahverfi), í Hegranesi og í Varmahlíð. Móttökustöð Flokku verður opin samkvæmt áætlun.

Lestur úr nýjum bókum

18.11.2016
Fréttir
Miðvikudagskvöldið 23. nóvember næstkomandi kl 20 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Það koma fjórir rithöfundar í heimsókn og lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

Árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla

17.11.2016
Fréttir
Árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 18. nóvember kl. 16:00. Nemendur sýna Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur við tónlist Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Að sýningu lokinni verða kaffiveitingar en aðgangseyrir er 2000 kr fyrir fullorðna og 1000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri.